28.5.2009 | 10:42
Tóm þvæla og vitleysa...
stendur í góðum texta. Hættiði þessari andskotans þvælu og snúið ykkar að því sem þarf að gera. Það er bara brandari ef menn halda að við getum staðið vörð um auðlindir okkar ef koma á okkur í ESB kompaníið. Eru flestir þingmenn búnir að glata glórunni?
Hægt að ná samstöðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég skil ekkert í þessu. Átti ekki að taka til í stjórnarháttum, ný stjórnarskrá og afnám flokkræðis í það minnsta að tryggja þrí skiptingu valdsins? Mér finnst í það minnsta lágmark að taka til í eigin horni áður en sótt er um annað.
Sveinn Ríkarður Jóelsson, 28.5.2009 kl. 11:14
Mikilvægasta hlutverk núverandi ríkisstjórnar er endurreisn efnahagslífsins. Umsókn um aðild að ESB er hluti af því.
Svala Jónsdóttir, 28.5.2009 kl. 15:02
Mér finnst það bara ekki trúverðug búbót að ganga til liðs við óskilvirka risavél sem tapar í sífellu lýðræði sínu og tilveruréttur minnkar með hverju ári. Þetta samband er deyjandi skrímsli, það er bara ekki búið að fatta það ennþá. Um leið og matarskortur fer að gera vart við sig að verulegu leiti vegna gríðarlegrar fjólksfjölgunar á jörðinni (mannkynið tvöfaldar sig á tæpum 60 árum nema eitthvað dramatískt gerist) munu þær þjóðir sem gerðust sjálfum sér nógar að mestu leyti vegna best.
Þegar jarðaber frá spáni er komið á markað í París kostar kílóið 4 evrur, af þeim sér bóndinn hálfa (dæmi sem ég heyrði í útvarpinu). Þetta er sambandsríki í hnotskurn, öll hagvæmni sett í körfu samganga sem eru svo ekki talin með þegar reikningarnir eru gerðir upp á blaði bara í reynd.
Sveinn Ríkarður Jóelsson, 28.5.2009 kl. 15:34
Kæri Sigurður felstir þessara þingmann stíga nú ekki í VITIÐ, þannig að þeir höfðu nú ekki miklu að tapa.... Það er hinsvegar rétt hjá þér að það er þjóðar ÓGÆFA hversu SPILTA & HEIMSKA stjórnmálamenn við eigum, það hálfa væri nóg..!
kv. Heilbrigð skynsemi
Jakob Þór Haraldsson, 29.5.2009 kl. 23:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.