Umskiptingurinn Steingrímur J.

Á fundi í Háskólabíói í vetur var núverandi fjármálaráðherra spurður um afstöðu sína til verðtryggingar. Hann svaraði því til að hann vildi afnema hana og fékk dynjandi lófaklapp fyrir. Hvar eru efndirnar? Með stöðugum hækkunum á neysuvörum eins og t.d. bensíni, áfengi, tóbaki og nú á kexi, gosdrykkjum og ávaxtasafa hækkar lágtvirtur fjarmálaráðherra lán heimilanna um marga milljarða króna. Auk þess bitna þessar hækkanir mest á þeim sem hafa lægstu tekjurnar. Þetta mun heldur ekki auka tekjur ríkissjóðs eins og til er ætlast en áhrifin á neysluvísitöluna hafa full áhrif strax. Er Steingrími gjörsamlega alls varnað? Er ekki nokkur leið til þess að aðrir þingmenn VG geti komið snefil af vitglóru inní hausinn á formanninum? Hvar er hin nýja sýn? Felst hún eingöngu á að skattpína almenning svo hægt sé að greiða skuldir glæpahyskisins sem settu okkur á hausinn? Þó ríkisstjórnin sé enn ung er þó strax kominn tími til að henda henni á skítahauginn þar sem hún á heima.
mbl.is Skattur á kex og gos í 24,5%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fjölskyldubönd og glæpir eru samtvinnuð hugtök, sem notuð eru um mafíuflokka. Ísland er svo lítið samfélag, að það er nokkuð ljóst að þeir sem að rændu þjóðina eru verndaðir af bræðralagi siðblindra og miskunnarlausra stórhöfðingja hins íslenska glæpahrings. Það er mikil skömm sem mun loða við þessa menn og fjölskyldur þeirra í framtíðinni, fyrir það að láta íslenskan almenning borga fyrir Íslandsránið hið stærsta, með blóði sínu, svita og tárum, á meðan þessir flottræflar sleikja sólina á sælkeraferðum sínum úti í heimi, virðingarlausir nema fyrir augum útlendinga, sem þekkja ekki þeirra innri mann.

Einar Ingvi Magnússon (IP-tala skráð) 19.6.2009 kl. 07:12

2 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Þetta er satt og rétt. Það eru nægar lagaheimildir fyrir hendi til að handtaka þessa glæpamenn. Mér verður flökurt af að horfa á þá skælbrosandi um borð í snekkjunum. Þeir eru enn að og vita ekki hvað samviska er. Flestir búandi lúxuslífi erlendis í krafti þýfisins. Ósnertanlegir með öllu vegna samtryggingar svikulla stjórnmálamanna hér á ísaköldu landi.

Sigurður Sveinsson, 19.6.2009 kl. 07:21

3 identicon

Já á skíthauginn með hana strax og Steingrím fyrstan.

Egill Þorfinnsson (IP-tala skráð) 19.6.2009 kl. 08:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband