Regluverk.

 Þessar nýju tillögur um breytingar á umferðarlögum eru sumar svo vitlausar að þær gætu sem besta hafa orðið til í höfði einhvers starfsmanns umferðarstofu. Mér list svo sem ekki illa á að hækka bílprófsaldurinn í 18 ár. En forræðishyggjan um farþegafjölda á ákveðnum tímum er svo fábjánaleg að engu tali tekur. Flest unga fólkið hefur ekki minni ábyrgðarkennd en við hin. Við eigum að treysta því. Ég tek líka undir með ungu íhaldmönnunum að það eigi að lækka áfengiskaupaaldurinn í 18 ár. Það er kominn tími til að staldra við. Þessi endalausa forræðishyggja stjórnvalda virðist ekki eiga sér nein takmörk. Fyrir nokkrum árum voru þúsundir ungmenna svift sjálfræði sínu með einu pennastriki af því það átti að auðvelda forráðamönnum barnaverndarmála að taka nokkur ungmenni úr umferð. Þessi ríkisstjórn er við sama heygarðshornið og hinar fyrri. Ekki vantaði smjaðrið og loforðin fyrir kosningar.Gull og grænir skógar framundan. Efndirnar láta á sér standa og hvert skemmdarverkið tekur við af öðru. Köstum henni á ruslahaugana þar sem hún á heima.
mbl.is Ólíklegt að höft á unga ökumenn skili árangri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband