Hrós.

Gott að þetta má er komið á hreint. Leyfið kom frá persónuvernd og formlega var það það sem vantaði. Ég hef á undanförnum árum haft þó nokkur samskipti við embætti ríkisskattstjóra og þau eru einstaklega góð. Allir sem ég hef talað við eru boðnir og búnir að greiða úr hlutunum. Fólkið sem þarna vinnur er meðvitað um það að það er þjónar okkar en ekki drottnarar. Það er meira en hægt er að segja um flestar aðrar ríkisstofnanir sem ég hef þurft að leita til. Ég þekki Skúla Eggert ekki neitt en efast ekki um að hann er réttur maður á réttum stað eins og undirmenn hans. Bestu kveðjur frá mér til þessa ágæta fólks.
mbl.is Ríkisskattstjóri biðst afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Sigurður.

Eins og ég skil þetta mál þá skaut ríkisskattstjóri fyrst og spurði svo.

Þegar í ljós kom að hann hafði ekki rétt til að skjóta Jón Jósef og var kominn upp við vegg með málið, þá dregur hann í land og biður afsökunar á því að hafa lokað án heimildar á þessa starfsemi Jóns.

Ríkisskattstjóri var ekki í neinni stöðu til að gera neitt annað en biðjast afsökunar á flumbrugangi sínum eftir að persónuvernd heimilaði af sinni hálfu þessa starfsemi hans Jóns.

Af hverju óskaði ríkisskattstjóri ekki eftir umsögn Persónuverndar og beið í rólegheitunum eftir henni? Hvað lá þeim á að loka á þessa starfsemi eftir öll þessi ár meðan beðið var umsagnar Persónuverndar?

Ég held því miður að þetta mál lýsi nákvæmlega vinnubrögðum stjórnsýslunnar í dag og eins og þau hafa verið undanfarin ár.

Þar fyrir utan sýnir þetta að það er nákvæmlega engin í vilji hjá skattayfirvöldum til að fletta hulunni ofanaf krosseignatengslum í Íslensku viðskiptalífi. Stjórnsýslan hefur nákvæmlega engan áhuga á að almenningur sé upplýstur um hvernig Íslenskt atvinnulíf, stjórnsýslan og stjórnmálaflokkarnir fléttast saman í einn hagsmunavef.

Ríkisskattstjóri er einn hluti af þeirri skjaldborg sem búið er að slá um spillinguna í Íslensku samfélagi.

Þess vegna var reynt að stoppa Jón Jósef. Hann var stoppaður af því að hann fór með smá brot af þessum upplýsingum sem hann liggur á og birti á bloggi Láru Hönnu.

Það mátti ekki, það hljóta allir að sjá, það gengur ekki.

Til allrar guðs lukku standa þeir hjá Persónuvernd fastir á sínum prinsippum.

Persónuvernd fær mitt hrós.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 20.9.2009 kl. 12:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband