Alltaf batnar það.

Mér finnst þetta lítið fagnaðarefni. Nefnd til að þvæla fram og aftur um það sem ætti að vera búið að framkvæma fyrir löngu. Martröðinni af völdum þessarar stjórnar hinna vinnandi stétta verður að ljúka. Mörgum heimilum hefur blætt út nú þegar og önnur á síðustu dropunum. Þetta blessaða fólk virðist vera víðsfjarri raunveruleikanum. Hleður að sér aðstoðarfólki umfram heimildir og sumt af því svo hrokafullt að engu tali tekur. Því er haldið fram að það sé alltof dýrt að afskrifa hluta af skuldum almennings. Samt eru til nægir peningar til að afskrifa milljarðatugi hjá glæpalýðnum sem hefur komið landinu á hliðina. Það stendur m.a. til að veita Íslandsbanka víkjandi lán þegar 95% hans verða afhent.  Fjárhæðin aðeins 25 milljarðar.Víkjandi lán þýðir bara gjafapeningar. Og leitin að öllum ránsfengnum er bara kák. Þjófarnir enn á fullu við iðju sína. Svo fáum við bara nefnd með Jóhönnu og tveimur af kjölturökkum hennar. O tempora, o mores.
mbl.is Ráðherranefnd um efnahagsmál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband