Óvinafagnaður.

Ég fór ekki á þennan fund í gærkvöldi. Ég er maður utan trúflokka og ætti ef til vill ekki að skipta mér af málefnum Selfosssafnaðar. Ég hef áður lýst góðum kynnum mínum af sér Gunnari og ekkert fær þeim breytt. Hann var sýknaður af ákæru fyrir kynferðisbrot í héraði og hæstarétti. En er málinu þar með lokið? Að sjálfsögðu ekki. Prestur má bara alls ekki faðma og kyssa fermingarstúlkur sem hann er að uppfræða. Það er honum engin afsökun að segjast vera hlýr maður. Það er ljóst að þessi hlýja hans skaðaði stúlkurnar sem urðu fyrir henni. Svo réttlætir séra Gunnar athæfi sitt með því að segja að sér hafi liðið illa eftir erfiða jarðarför. Hvað með stúlkurnar sem þurfa að burðast með " hlýjuna" frá fræðara sínum? Sýkna eða sök í dómsmálinu skiptir engu máli. Skaðinn er skeður nú þegar og séra Gunnar verður að taka afleiðingum gerða sinna og hverfa úr þjónustu við söfnuðinn hér. Margir safnaðarmeðlimir telja framferði hans siðferðislega ámælisvert svo ekki sé meira sagt. Ég er sömu skoðunar. Séra Gunnar ætti að snúa sér til guðs síns og biðja um fyrirgefningu.


mbl.is Viljum fá prestinn okkar aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Már Róbertsson

Blessaður Siggi, ég held að það væri nær fyrir sóknarnefndina að biðja Gunnar afsökunar, þú sem lögmaður veist að það gilda ein lög í landinu og hvorki þú né ég vorum á staðnum til að segja til um hvort Gunnar gerði eitthvað ósæmilegt af sér. Ég þekki Gunnar vel og er sanfærður um að þetta er í mestalagi mistúlkun á hans hlýju, ég vill ekki trúa því að þetta sé illgirni og eitraðar tungur. 

Baldur Már Róbertsson, 17.10.2009 kl. 12:27

2 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Sæll Baldur. Þetta mál snýst ekki um brot á lögum landsins. Það er búið að sýkna séra Gunnar af þeim brotum sem hann var ákærður fyrir. Hann viðurkenndi að hafa kysst, faðmað og strokið fermingarstúlkurnar. Það er bara athæfi sem enginn prestur getur leyft sér. Ég vil ekki ætla honum illar hvatir en prestur sem hagar sér svona missir trúverðuleika sinn og verður að víkja úr starfi. Finnst þér eðlilegt að prestur huggi sjálfan sig í hremmingum sínum með því að kyssa og strjúka ungar stúlkur sem honum er trúað fyrir?  Það finnst mér ekki sæmandi. Hvað heldur þú að hefði verið gert við grunnskólakennara sem hefði huggað sig á sama hátt? Auðvitað hefði honum verið gert að taka pokann sinn á stundinni.

Sigurður Sveinsson, 17.10.2009 kl. 12:45

3 Smámynd: Sigurður Helgason

Gamlir kallar, eiga bara að halda höndunum í vösunum,og eiga ekki að strjúka ungum stúlkum sem þeir þekkja ekki neitt,

Hvort sem þeir eru heilagir eða ekki, 

En getið þið nefnt einn stað, sem Gunnar hefur verið sem hefur verið í lagi, svona burt séð frá hvað dómarinn sagði ??????????

Sigurður Helgason, 17.10.2009 kl. 17:20

4 Smámynd: Heimir Tómasson

Sér aGUnnar er einhver besti maður sem ég hef á ævinni kynnst. Hann gifti mig t.a.m. og var mömmu gríðarlegur stólpi í hennar veikindum. Ég styð hann heilshugar en því miður verð ég að segja að það er rétt sem Siggi segir, traust á honum meðal safnaðarins er þorrið. Ekki mitt traust, en safnaðarins. Safnaðarnefndin eins og hún leggur sig á að segja af sér og koma sér út í hafsauga.

Heimir Tómasson, 18.10.2009 kl. 03:38

5 Smámynd: Sigurður Helgason

Guðmundur var líka hvers mans hugljúfi, veitti vel og var vinamargur, bómarinn sagði skam ekki gera þetta aftur, bætur hans tvær voru ekki samála frá þriggja ára aldri,

En það kom fólk sem varði hann því hann var svo góður núna situr hann inni vegna barnabarns , það á að höggva af þessum mönnum limina.

Sigurður Helgason, 18.10.2009 kl. 20:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband