22.10.2009 | 06:55
Vaxtalækkun strax.
Hluti stöðugleikasáttmálans var að stýrivextir seðlabankans yrðu lækkaðir niður fyrir 10% fyrir 1. nóvember. Ef ég man rétt er næsti ávarðanadagur um vextina 5. nóvember. Á seðlabankinn að ráða öllu um hvort samningurinn fer í uppnám eða ekki? Það á að lækka stýrivextina strax í dag. Allar aðstæður æpa á lækkun vaxta. Hver stjórnar þessu landi? Seðlabankinn eða ríkisstjórnin? Væri ekki bara þjóðráð að leggja þessa stofnun niður? Annað eins hefur nú gerst sbr. þjóðhagsstofnun hérna um árið.
![]() |
Tónninn orðinn harðari |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.