Verklagsreglur.

Eru stjórnendur Haga nauðsynlegir til að reka þetta einokunarfyritæki áfram? Eru þeir traustsins verðir? Hefur Jón Ásgeir Jóhannesson sannað það með hegðun sinni undanfarin ár að hann sé góður stjórnandi?  Ef ein króna af skuldunum verður afskrifuð verður að tryggja að þessi maður komi ekki nálægt fyrirtækinu framar. Kaupþing er nú ríkisbanki. Eign okkar allra. Það á að yfirtaka Haga strax, tryggja aðkomu góðra stjórnenda og setja Jón Ásgeir út í kuldann. Þessi hnípna þjóð í vanda hefur ekki alveg tapað réttlætiskenndinni. Við erum orðin langþreytt eftir ærlegri hreinsun í bankakerfinu. Við viljum ekki að gamla bankaliðið sem öllu kom í kaldakol fái áfram að véla um um það sem eftir er af bönkunum. Það er eins og ekkert hafi breyst með tilkomu nýrrar ríkisstjórnar. Gamli glæpalýðurinn er enn með krumlur sínar í bankakerfinu. Um daginn var ég sektaður fyrir að aka á 96 km hraða. Þar var ekkert verið að bíða með refsinguna. Sama gilti um manninn sem stal einu hangikjötslæri. Hann var arresteraður áður en honum tókst svo mikð sem að smakka á lærinu. En milljarðaþjófarnir eru ósnertanlegir. Það er hið nýja réttlæti ríkisstjórnar hinna vinnandi stétta.
mbl.is Tugmilljarða afskriftir?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er nú ekkert nýtt hvað var ekki gert með Teymi allir sitja þar áfram og njóta trausts !!!!!!! Menn sem voru með hundruði milljarða á bakinu sem Teymi yfirtók rétt áður en ríkið hirti svo pakkann og enn sitja þessir menn við stjórn.

Ægir (IP-tala skráð) 2.11.2009 kl. 08:48

2 Smámynd: Stefán Gunnlaugsson

Ég er alveg sammála þér Sigurður. Maður skilur ekki alveg hvernig hægt er að láta afskrifa tugi milljarða með því að reiða fram sjö milljarða. Mér er alveg sama þótt hann hafi þurft að gefa eftir 40% af hlutafénu, hann hefur ennþá sín 60% og getur haldið áfram að taka þjóðina í ra**gat.

Stefán Gunnlaugsson, 2.11.2009 kl. 09:06

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Ég sem öryggisvörður í rýrnunareftirliti á mjög erfitt með að vinna undir þeim kringumstæðum að þeir sem stela milljónum sleppi en þeir sem steli fyrir smáaura eru teknir fyrir, þetta eru ekki góð skilaboð sem okkur eru send því miður.

Sigurður Haraldsson, 3.11.2009 kl. 00:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband