Ný styrjöld?

Kannski ætti ég ekki að skipta mér af því sem mér ætti ekki að koma við. Ég bý á Selfossi. Ég var fermdur í kirkjunni sem stendur á bökkum Ölfusár. Finnst vænt um þessa kirkju og kem þar stundum þó ég sé ekki meðlimur í þjóðkirkjunni. Ég hef heldur ekki orðið var við að ég sé óvelkominn þar. Nú er þessu leiðindastríði í kringum síðasta sóknarprest lokið. Við skulum allavega vona það. Það væri slæmt ef ný styrjöld færi af stað í kjölfar allra leiðindanna sem afstaðin eru. Ég hef kynnst séra Kristni svolítið þau ár sem hann hefur búið hér og verið prestur í Hraungerðisprestakalli. Þau kynni eru mjög góð. Hann er heldur ekki ókunnur störfum í Selfosskirkju og myndi sóma sér vel sem sóknarprestur þar. En sitt sýnist hverjum. Vonandi tekst að ná góðri niðurstöðu í þessum efnum. En við þurfum síst í nýrri orustu að halda.
mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband