18.11.2009 | 09:00
Græðgi.
Ekkert hefur breyst í hugsunarhætti sumra manna eftir hrun efnahagslífsins. Hvernig má það vera að Yngvi Örn Kristinsson skuli enn vera að störfum " í þágu þjóðarinnar"? Eru engin takmörk fyrir því hvað við látum bjóða okkur? Þetta skelfingarlið er enn á fullu út um allt. Í bönkunum, stjórnsýslunni, á þingi og yfirleitt allsstaðar þar sem lykt er af peningum. Ef ekkert breytist ekki seinna en strax. skulum við taka til okkar eigin ráða. Gera ærlega hreingerningu svo eftir verði tekið.
Athugasemdir
Já, af hverju ekki hreingerningu? Áttu sæmilega byssu?
Árni Gunnarsson, 18.11.2009 kl. 11:00
Ég á alveg öndvegis haglabyssu af gerðini Winchester. Hroðalegt vopn. Svo er ég líka með veiðikort.
Sigurður Sveinsson, 18.11.2009 kl. 15:07
Æi mér finnst alltaf vera dálítið strákslegt að tala um að beita ofbeldi þó sett sé fram í kerskni.
Mestu máli skiptir að draga þessa þokkapilta sem ollu bankahruninu til ábyrgðar og láta þá endurgreiða samfélaginu!
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 20.11.2009 kl. 13:35
Þetta er kannski grár húmor. Ég er alveg afskaplega friðsamur maður að eðlisfari. Sannarlega tek ég undir orð Mosa og það mun aldrei verða sátt í þessu þjóðfélagi ef glæpaliðið verður látið sleppa.
Sigurður Sveinsson, 20.11.2009 kl. 16:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.