Skrípaleikur.

Það koma endalaust upp ný tilbrigði við icesave stefið. Það er auðvitað hrein móðgun við þessa 2 fyrrum hæstaréttardómara að ætla þeim að skrifa álitsgerð um málið að þeim báðum forspurðum. Auk þess hefði álitið enga stjórnsýslulega þýðingu. Þetta mál er orðið að algjörri martröð og það er ekki bara sök stjórnarliða. Þó ég sé ekki sáttur við minn fyrrum uppáhaldsstjórnmálamann, Steingrím J. Sigfússon, er hann þó alsaklaus af upphafi þessa máls. Þegar Landsbankinn var einkavæddur varð hann fyrst og síðast að einkabanka sjálfstæðisflokksins og það er fyrst og fremst sá flokkur sem ber ábyrgð á því hvernig komið er. Framsókn og samfylking eiga lika sinn hlut. Bankamálaráðherra Sf. var lengst út í móa þegar þessir reikningar voru leyfðir í Bretlandi og Hollandi. Við höfum ekki gleymt Halldóri Ásgrímssyni heldur. Finni Ingólfssyni eða Ólafi Ólafssyni. Það er afskaplega dapurleg staða sem fjármálaráðherrann er í. En það er enn dapurlegra að fylgjast með öllum íhaldsmönnunum sem kalla hann landráðmann. Sú nafngift á betur við ýmsa aðra sem ég nefni ekki hér. Ég vona að Steigrímur nái að lokum til lands úr drulludýki íhalds, framsóknar og samfylkingar.
mbl.is Veita ekki álit um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Þór Strand

Það er gaman að þú skulir telja Steingrím alsaklausan því það er hann ekki frekar en nokkur sá sem sat á þingi árið 2008 vissulega missekir en enginn alsaklaus.

Einar Þór Strand, 11.12.2009 kl. 08:22

2 identicon

Það er afskaplega dapurleg staða sem fjármálaráðherrann er í. En það er enn dapurlegra að fylgjast með öllum íhaldsmönnunum sem kalla hann landráðmann.

Hvað er annað hægt þegar maðurinn svíkur sína kjósendur sem treystu því að þessi maður myndi standast fastast í fæturnar gegn Icesafe og esb???mál sem snúa mest að lýðveldi Íslands fyrr og síðar.

Óskar (IP-tala skráð) 11.12.2009 kl. 08:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband