Ömurð.

Það er ekki skemmtilegt að vera vinstri sinnaður íslendingur nú. Loksins þegar eini vinstriflokkurinn í landinu kemst til valda gerir hann tóma tjöru. Steingrímur J. virðist einráður í flokki sínum. Þó Ögmundur hafi sagt af sér ráðherraembætti var hann í raun rekinn úr ríkisstjórninni. Ef fólk í VG andæfir er það sett til hliðar.Icesave málið ætlar að verða VG þungt í skauti. Þó það liggi alveg ljóst fyrir að meirihluti þjóðarinnar vill ekki samþykkja ríkisábyrgðina á að keyra hana í gegn hvað sem það kostar. Það er einnig vitað að það er ekki þingmeirihluti fyrir þessari ábyrgð. Ögmundur og Lilja Mósesdóttir hafa þegar sagt nei. Þá er vitað að Guðfríður Lílja og Atli Gíslason eru þessu andvíg. Það er Ásmundur Einar Daðason líka þó hann hafi hleypt málinu áfram til frekari umræðu. Það er eins og heilabúið í Steingrími hafi blokkerast algjörlega. Það verður að samþykkja ríkisábyrgðina svo " við komumst áfram". Áfram hvert?  Í átt til ánauðar skuldafjötranna. Hræðsluáróðurinn er yfirgengilegur og Steingrímur er enginn eftirbátur SF í þeim efnum. Við eigum að greiða 100 milljónir í vexti á hverjum einasta degi. Svo segir Steingrímur að við séum í 7 ára skjóli. Flestir sæmilega upplýstir menn sjá að þetta gengur ekki upp. Það er eins og ekkert hafi breyst í þessu þjóðfélagi. Þeir sem voru á kafi í spillingunni hjá íhaldi, framsókn og Sf eru enn lykilfólk í bankakerfinu og gjörvöllu stjórnkerfinu. Ríkisstjórnin hefur raðað ákveðnum gæðingum sínum á jötuna í kring um sig.Það er stutt í að þessi stjórn hafi setið í heilt ár og engin merki um neinn bata. Siðferðið engu skárra og mörgum heimilum er að blæða út. Sennilega fær Björgúlfur Thor orðu á nýársdag. Það væri allavega í anda stjórnarstefnunnar. Mér finnst skelfilegt að horfa uppá Steingrím J. í þessari baráttu sinni þó honum sé nokkur vorkunn því ekki kom hann okkur í þessa vondu stöðu. Mér finnst líka ömurlegt að barnabörnin mín eigi að verða þrælar breta og hollendinga. Það hefur aldrei neinn unnið sigur með því að leggja árar í bát. Gefast upp fyrir ofbeldinu og halda því fram að það sé það besta sem hægt er að gera. Meinlokan í höfði Steingríms verður okkur dýr. Það má ekki þvælast fyrir honum. Hann sagði nýlega í þinginu að fólk væri að þvælast fyrir sér og hann ætlaði að bera ábyrgð á gerðum sínum. "Má ég ekki bera ábyrgð á þessu máli". Eru barnabörnin okkar einhverju bættari með því? Að sjálfsögðu ekki. Steingrímur: Ekki meir, ekki meir.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband