Réttlæti.

Undanfarin ár hefur skattkerfið verið fremur einfalt en jafnframt mjög óréttlátt. Þær breytingar sem nú er verið að gera eru breytingar í átt til meira réttlætis. Það er alltof mikið gert í að halda því fram að kerfið verði svo flókið að enginn geti reiknað skattinn út. Helsti gallinn á nýja skattkerfinu er að það vantar enn eitt þrep í það. Alvöruhátekjuþrep á ofurlaun sem enn tíðkast þó í minna mæli sé en áður. Nágannaþjóðir okkar eru ekki í neinum vandræðum með 4ra þrepa skattkerfi. Ástandið hér er einfaldlega orðið þannig að lægstu laun og bætur eru svo lág að enginn getur borgað skatt af þeim. Við þurfum meiri jöfnuð og meira réttlæti. En það er kannski borin von að stjórn hinna vinnandi stétta geri góða hluti í átt til réttlætis. Það hefur að minnsta kosti gengið afar hægt hingað til og ekki hefi ég stórar væntingar til hennar.
mbl.is Breytingar á skattatillögunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það eina sem getur nokkurn tíma verið réttlátt í skattheimtu er að allir borga sama hlutfallið, það er ekkert réttlæti í að sumir þurfi að borga hærra hlutfall en aðrir ofan á að borga þegar miklu hærri upphæð.

Gulli (IP-tala skráð) 19.12.2009 kl. 16:34

2 identicon

Mikið er ég sammála þér Gulli. Hvaða réttlæti er það að sumir borgi hærra hlutfall af sínum launum en aðrir. Ég sé ekki að það eigi neitt skilt við jöfnuð.

Heimir (IP-tala skráð) 19.12.2009 kl. 17:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband