Ekki af baki dottin.

Á sama tíma og Björgúlufur Thor á að fá afslátt á sköttum er vaskurinn hækkaður um rúmlega 4% sem þýðir hækkun á nánast alla vöru og þjónustu. Hækkunin bitnar verst á þeim sem lægstar tekjur hafa. Hugmyndauðgi ríkisstjórnarinnar er alveg einstök. Það liggur á borðinu að neysla mun dragast saman. Einkum hjá láglaunafólki. Þessar hækkanir munu því skila miklu minni tekjum í ríkissjóð en ráðherrar þessarar sérstöku velferðarstjórnar gera ráð fyrir. Fyrir hátekjufólk skiptir þetta kannski ekki miklu en fólkið undir 200.000 krónunum verður að draga saman. Það eru ær og kýr velferðarráðherranna Jóhönnu og Steingríms að ráðast að lítilmagnanum í þessu þjóðfélagi. Það er erfitt fyrir gamlan vinstri mann að kyngja þessu og vonbrigðin með stjórnarsetu Vg eru mikil. Það er engu líkara en Steingrímur sé í þykku þokuskýi og þreifi sig áfram í algjöru náttmyrkri. Rammvilltur og sér hvergi neitt ljós. Mér finnst súrt og sárt að horfa upp á þennan gamla baráttujaxl í þessum kringumstæðum.  Manninn, sem fyrir kosningar lofaði að vinna að afnámi verðtryggingarinnar en er nú fremstur í flokki þeirra sem hækka neysuvísitöluna enn frekar. Hvað kom eiginlega fyrir þennan annars ágæta bóndason að norðan?
mbl.is Virðisaukaskattur 25,5%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sigurður minn góður !

 "Hvað kom eiginlega fyrir þennan annars ágæta bóndason að norðan" ? !!

 Spurningin er stór - og þó ekki.

 Bóndasonurinn að norðan var kominn með - eftir tveggja áratuga stjórnarandstöðu -hreint og beint " hland fyrir hjartað" !

 Á nokkrum mánuðum hefur hann fórnað, bókstaflega ÖLLUM stefnuatriðum og kosningaloforðum vinstri-grænna. Allt fyrir valta ráðherrastóla - jú, og völd í nokkurn tíma.

 Hefurðu áttað þig á, Sigurður minn góður, að v-grænir hafa  aðeins fjóra ( 4) ráðherrastóla ?

 Hefurðu áttað þig á , Sigurður minn góður, að vinstri-grænir hafa samþykkt umsókn að ESB  ?

 Hefurðu áttað þig á, Sigurður minn góður, að Steingrímur hefur allra Íslendinga mest, barist fyrir, að alþýða Íslands - næsta kynslóð - borgi skuldir EINKAfyrirtækis sem fór á hausinn ?

 Er ekki góður prestur í sveitinni þinni ?

 Fáðu hann til að biðja djúpt og innilega fyrir Steingrími og flokknum !

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 21.12.2009 kl. 11:23

2 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Ég er  utan trúflokka svo ég verð líklega sjálfur að biðja fyrir Steingrími. Ég hef þó ekkert á móti prestum þjóðkirkjunnar. Ekki öllum a.m.k. Minn maður í VG er Ögmundur Jónasson og ég ber enn mikla virðingu fyrir honum. Steingrímur lét það líka gott heita þegar Jóhanna rak Ögmund úr stjórninni og lagðist líka svo lágt að gefa það í skyn að hann hefði verið að flýja vandamálin í heilbrigðisráðuneytinu þó allir viti það fullvel að það er haugalýgi. Ég er enn að vona að nýjasta útgáfan af icesavefrumvarpinu verði felld í þinginu því þá verður Steini litli að segja af sér. Það er enginn þingmeirihluti fyrir þessari ríkisábyrgð. Guðfríður Lilja og Atli eiga að sjálfsögðu að taka þingsæti sín aftur og standa þar við sannfæringu sína. Og það strax. Ásmundur Einar er líka á móti þessu og ég er þess fullviss að hann bregst ekki á ögurstundu. Það er óskaplega sorglegt að maðurinn sem stofnaði VG, eina flokkinn sem hefur verið hægt að kjósa undanfarin ár, er nú sjálfur að ganga milli bols á höfuðs á flokknum. Steingrímur farinn að gera sjálfan sig að píslarvætti sem verður að sitja  fjarri háborðinu eins og Holta Þórir forðum. Trúir því að hann sé að reisa sjálfum sér minnisvarða sem komandi kynslóðir muni mæna til. Hvílík firra.

Sigurður Sveinsson, 21.12.2009 kl. 13:43

3 identicon

Sigurður minn góður !

 " Guðfríður Lilja taki sitt þingsæti aftur". Bíddu nú. Hún og´" ástmey" hennar voru að eignast barn ! Margra mánaða fæðingarorlof.Útaf Icesave atkvæðagreiðslu -allt tímalega vel útreiknað !

 Vinur vor Atli Gísla., sagði í fjölmiðlum, að " hann yrði bókstaflega að taka sér frí frá þingstörfum -" Það hafa hrúast slík ógrynni mála upp í vinnunni" !!

 Skítt með, þótt þú og undirritaður greiði honum hátt í MILLJÓN á mánuði fyrir þingstörf ! Enn - léttir er, að Atli mætir örugglega þegar atkvæðagreiðslunni um Icesave verður lokið.! Það er huggun ! Heiðarleiki, réttsýni, drenglyndi,ávallt verið aðalsmerki Atla !

 Ögmundur sá eini í hópi v-grænna sem gerir mann stoltan af að vera Íslendingur

 Enn - gleymum aldrei, að heimskreppan og hrunið hér á landi, einum flokki að kenna: Sjálfstæðisflokknum !

 Þetta segir að minnsta kosti " bóndasonurinn að norðan" - Og sá sem steig fyrsta

 ógæfusporið var þessi Davíð !

 Enn - kannski Ögmundur okkar " hætti að drekka í vinnunni". - Þá ætti þjóðin að sjá ljósið að nýju !

 Guð láti á gott vita - enn - gleymdu ekki því sem þú lofaðir.: " að biðja fyrir Steingrími" !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 21.12.2009 kl. 15:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband