16.1.2010 | 08:00
Sorg.
Það er sorglega komið fyrir VG um þessar mundir. Þegar flokkurinn var stofnaður 1999 var ég ekki í vafa um hvað kjósa skyldi. Árin liðu og ég gekk loks í flokkinn árið 2006 að mig minnir. Ég sagði mig þó fljótlega úr honum aftur því mér var ómögulegt að vera í sama stjórnmálaflokki og Jón Hjartarson, bæjarfulltrúi í Árborg. Ég studdi hann dyggilega í kosningunum 2006 og hélt að hann myndi standa við orð sín. Það hefur ávallt verið mér afar mikilvægt. Þegar hann komst svo til áhrifa þá varð annað uppi á teningnum. " Kalt mat" , eins og hann orðaði það sjálfur varð ofaná. Steingrímur féll í sama pyttinn eftir síðustu kosningar. Það tók hann rúman sólarhring að svíkja loforð sitt varðandi ESB. Aðspurður um verðtrygginguna fyrir kosningar sagðist hann vilja afnema hana. Lítið hefur orðið um efndir. Nema að einu leyti. Hann hefur afnumið verðtrygginga á persónuafslættinum. Afrek út af fyrir sig. Á sama tíma hækkar hann neysluskatta gegndarlaust þó vitað sé að þeir bitna harðast á þeim sem minnst bera úr býtum í þessu þjóðfélagi. Steingrímur er gjörsamlega óþekkjanlegur. Ekkert sannar það betur en meinloka hans varðandi ríkisábyrgðina á einkaskuldum nokkurra sjálfstæðismanna. Hann tók líka undir lygina og óhróðurinn um fyrrum vopnabróður sinn og samherja, Ögmund Jónasson. Heiðarlegasta og einlægasta manninn sem nú situr á þingi. Allir vissu sannleikann. Ögmundur hefur aldrei verið verkkvíðinn maður. Hann var einfaldlega hrakinn úr ríkisstjórninni og þæg og metnaðarlítil kona úr einkahirð Steingríms tók við. Móðir mín sagði einu sinni við mig að það væri dyggð að geta fyrirgefið og ég er sama sinnis. Ef Steingrímur sér að sér munu mörg okkar fyrirgefa honum. Ekkert okkar hefur kennt honum um afleiðingarnar af 18 ára setu sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn. Við erum bara afar ósátt hvernig hann höndlar völd sín nú. Við viljum að hann sættist við vopnabróður sinn og fjöldamörg okkar sem höfum verið fótgönguliðar í baráttunni fyrir hugsjónum VG. Kosið flokkinn og stutt hann með ráðum og dáð.Vonandi á VG bjarta framtíð í íslenskum stjórnmálum. Til þess að svo megi verða verður Steingrímur að leita sátta. Það er enn ekki of seint.
Fast skotið á báða bóga hjá VG | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mikið er ég sammála þér, félagi. Verst er, að ég er orðinn alvarlega hræddur um að það sé að verða fullreynt með Steingrím J. og svavarshirðina í kringum hann, þetta fólk virðist telja að það eigi allt og megi allt í VG og þar af leiðandi sé þeim heimilt að vaða yfir aðra flokksmenn með hótunum og jafnvel einelti, ef ekki vill betur.
Jóhannes Ragnarsson, 16.1.2010 kl. 09:20
Þrátt fyrir að menn eigi að fylgja eigin sannfæringu og samvisku sbr. eiðinn sem þingmenn vinna krefst einræðisherra flokksins þess að allir flokksmenn lúti flokksræðinu hvaða skoðun sem þeir hafa sjálfir. Þetta er eins og í gamla Sovét þar sem flokklína foringjanna var það eina rétta sem menn urðu að beygja sig undir ...að öðrum kosti fengu þeir far á kostnað ríkisins í Gúlagið.
corvus corax, 16.1.2010 kl. 10:16
Það er eins og karlgreyið hann Steingrímur sé orðinn að gatslitinni 78 snúninga grammófónplötu. Borgum strax, borgum strax, svo við "komumst áfram". Áfram hvert? Fram af bjargbrúninni? Inn í ESB? Sennilega hvorutvegga.
Sigurður Sveinsson, 16.1.2010 kl. 10:40
Mér finnst SJS hafa dáldið snúið við blaðinu frá því fyrir kosningar en kannski eru hlandblautir ráðherrastólar svona hlýir,en maður lét plata sig illilega í síðustu kosningum með því að styðja SJS.Það hefur alla tíð verið stefna kommonista að skattpína fólk þó að þess þurfi ekki þetta er svona USSR aðferðin engin má eiga neitt nema þeir ríku er þeirra stefna.Ef SJS breytir ekki um og fari að fylgja því sem hann sagði fyrir kosningar mun hann enda einsog Frjálslyndir og þurkast út í næstu kosningum,en honum er kannski bara sama hann er í stjorn með samfó og miða mið framgöngu hans i að tryggja þeira stefnu með inngöngu í ESB sama hvað það kostar þjóðina.Það vita allir að Jóhanna mun hætta um leið og er búið að nauðga okkur inní ESB svo kannski SJS verði næsti formaður samfylkingarinnar ef allt gengur eftir hjá þeim.....Maður spyr sig bara er þetta stefna SJS???
Marteinn Unnar Heiðarsson, 16.1.2010 kl. 10:57
Ég get tekið undir alla meginþætti þessarar greinar þinnar. Þegar VG var stofnað, átti ég afar ítarlegar og uppbyggilegar viðræður við Ögmund um margt er liti að verkalýðs- velferðar- mennta- menningar- og félagsmálum. Viðhorf hans á öllum þessum sviðum féllu mér vel í geð. Hins vegar bað hann mig að ræða við SJS um efnahags- og fjármál, því á þeim sviðum mundu skoðanir hans ráða mestu, því líklega yrði hann kosinn formaður.
Um síðir náði ég fundi SJS og sýndi honum útrekninga mína um fjármál og efnahagsmál. Ég hafði áður verið í hagdeild Samvinnubankans og fengið nokkrar viðurkenningar frá Seðlabanka fyrir hagsýn og nitsöm vinubrögð. Ég hafði einnig fundið villu í uppgjöri Hagstofunnar, sem olli því að Hagtíðindi komu ekki út í 6 mánuði. Ég var því ekki alveg út á túni í þessum málaflokki. Það reyndist hins vegar ekki nokkur leið að vekja áhuga SJS á efnahagsmálum þjóðarinnar. Hann hafði engan áhuga fyrir möguleikum til aukinna gjaldeyristekna, til að tryggja betur afkomu þjóðarinnar. Á endanum gafst ég upp og ákvað að koma ekki nálægt þessari flokksstofnun, þar sem enga raunhæfa efnahagsstefnu var að finna. Því miður virðist svo vera enn.
Á þeim tíma þear SJS var Landbúnaðarráðherra, átti ég, ásamt öðrum manni, viðtal við hann um vanda loðdýraræktenda. Það viðtal, og útkoman úr því, varð afar dapurleg en lærdómsmikil reynsla.
Nú á seinni árum hefur mér fundist SJS einkanlega mynna mig á eiginleika íslenska hundsins, >Hann geltir hátt og mikið, en hann bítur ekki. Hann hefur líka enga stefnu, ef honum er ekki stýrt<. Slíkur aðili er ekki vel til forystu fallinn, þegar forystan krefst áræðni, skipulags og víðtækrar þekkingar.
Ég er því ekki á leið í VG, en gæti hugsanlega endurskoðað þá ákvörðun, ef Ögmundur yrði formaður.
Guðbjörn Jónsson, 16.1.2010 kl. 12:07
Tek undir hvert orð sem þú skrifar í þessari grein Sigurður VG stendur á tímamótum hvað varðar þátttöku fjölda fólks í starfi flokksins, margir munu á næstu misserum yfirgefa flokkinn þar sem einsýnt er að ekkert mun breytast í störfum hans í þessari ríkisstjórn þar sem Steingrímur J og aðrir þingmenn flokksins eru skósveinar Samfylkingarinnar.
Rafn Gíslason, 16.1.2010 kl. 16:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.