Blíða.

Það er vorblíða hér á Selfossi í morgunsárið á þessum ljúfa miðsvetrardegi. Maður og köttur eru næstum alsælir með tilveruna og báðir búnir að viðra sig. Blessað dýrið er þó örugglega enn sælla en fóstri þess. Sá þarf að umbera stjórnmálamenn landsins en kisi þarf ekkert að hugsa um þá. Ég er alveg yfirmáta uppgefinn á flestöllum stjórnmálamönnum nú um stundir. Það á jafnt við um ríkisstjórnarflokkana og stjórnarandstöðuna. Kannski eru þetta bara álög á okkur íslendingum. Ekki bætir heldur húsráðandinn á Bessastöðum þessa vondu stöðu. Vonandi er ég ekki einn um að hafa nánast gefist upp á pólitíkusunum. Pukrið og leyndin hefur lengi ráðir ríkjum hér. Og ekki hefur ástandið skánað eftir niðurstöðu síðustu kosninga þó ég hafi vonað það. Það eru notaðar sömu aðferðirnar og síðustu 60 árin. Það er eins og lýræðið hafi aldrei náð almennilegri fótfestu hér. Það má heldur ekki breyta neinu í grundvallaratriðum. Spillingin blómstrar áfram af fullum krafti. Sá sterki fær að troða á hinum sem minna má sín. Fjármagnið gengur fyrir öllu og stjórnin sem kennir sig við norræna velferð hefur meiri mætur á að vernda eigendur þess en venjulegu meðaljónana og gunnurnar. Ég er ekki gefinn fyrir blóðugar byltingar. Enn held ég í vonina um að stjórnmálamennirnir vakni. Nái að spóla sig upp úr hjólförum óréttlætisins. Gerum byltingu. Byltum hugarfarinu svo réttlætið eigi meiri möguleika.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband