Sínum augum lítur hver á silfrið.

Skelfing værum við nú miklu fátækari ef við ættum enga listamenn. Það er yfirmáta fáfengilegt að vera að fjargviðrast yfir þessum smáaurum. Hefur fólk gleymt mönnum eins og Halldóri Laxness og Þórbergi Þórðarsyni? Að öllum hinum ólöstuðum. Þessi könnun kemur þó ekkert á óvart. Öfundin er lífseig meðal oss. Listamennirnir eru vel að þessum fjármunum komnir. Það er meira en hægt er að segja um ýmsa í stjórnsýslunni. Og fjöldamargir þeirra ráðnir út á flokksskírteinið eitt eins og gerst hefur löngum á landi hér.
mbl.is Sex af tíu á móti listamannalaunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: GAZZI11

Þessi listamannalaun eru skekkja og jafn spillt og stjórnmála og fjárglæfraruslið sem hefur komið sér upp hér á landi og lifir á því að mergsjúgja almenning. Algjör skömm.

Þú ættir að kynna þér reglur og þá aðila sem hafa fengið úthlutað í gegnum tíðina og sérð þá hvort ekki sé spilling í þessu. Skoðaðu LHÍ og tengslin þar. Sumir kennarar virðast þar vera á tvöföldum launum í mörg ár .. 

Klíka og spilling ..

GAZZI11, 17.3.2010 kl. 11:49

2 identicon

Ekkert er hægt að bera saman Laxness og margt af því rusli (þurfalingum) sem eru á spenanum líka.  Öfund býr ekki að baki vinurinn heldur almenn skynsemi, listirnar lifa alveg án ölmusu.  Það síjar út þá hæfu frá þeim sem ekkert hafa til brunns að bera, af þeim listamönnum eigum við nóg

Baldur (IP-tala skráð) 17.3.2010 kl. 12:00

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

CAZZI og Baldur samála tímaskekkja og ekkert annað á tímum samdráttar í mörgum þarfari þjóðfélagsstéttum!

Sigurður Haraldsson, 17.3.2010 kl. 13:07

4 Smámynd: Heimir Tómasson

Fékk Laxness einhverntímann listamannalaun?

Heimir Tómasson, 24.3.2010 kl. 08:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband