Norrænn jöfnuður.

Fjármálaráðherranum er nú ekki alls varnað og ég tek undir með honum að það má alls ekki hækka laun þeirra hæstlaunuðu. Flokkur hans kennir sig að nokkru við baráttu fyrir þá minnstu í þessu samfélagi. Kannski er hann að gera sitt besta. Ríkisstjórn hans og SF kennir sig við norræna velferð. En er hún á réttri leið? Gegndarlaus hækkun á neyslusköttum bitnar harðast á þeim sem lægst hafa launin. Skiptir afar litlu fyrir milljónkrónamann eins og ráðherrann sjálfan. Rétt fyrir þingkosningarnar í fyrra var hann spurður um afstöðu sína til verðtryggingarinnar. Hann svaraði því til að hann vildi afnema hana. Uppskar að sjálfsögðu lófaklapp fyrir. Þetta var þó ekki hreint loforð en vísbending um það sem koma skyldi ef þessi kjaftfori sveitamaður að norðan kæmist loks í valdastól. Verðtryggingin er nú að ganga af mörgum heimilum dauðum og ekki hefur þessi ráðherra ljáð máls á neinum leiðréttingum heinna verðtryggðu lána. Rétt er þó að benda á að ráðherrann hefur þó fylgt yfirlýsingu sinni um verðtrygginguna eftir að einu leyti. Eitt  fyrsta verk hans í ráðherrastói var að stöðva vístöluhækkun á persónuafslættinum. Aðgerð sem bitnaði líka langverst á þeim sem minnst bera úr býtum.
mbl.is Hækkun kemur ekki til greina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Steingrímur klikkar ekki.  Það má nú túlka hlutina á margan hátt ( er það ekki töfrasetningin )  Hann er jú íslenskur stjórnmálamaður.

Svo máttu ekki gleyma að hann og Jóhann sitja sveitt við að hanna siðareglur fyrir ORG.  Mikið að gera hjá þeim.

itg (IP-tala skráð) 4.5.2010 kl. 18:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband