Gamli hreppsstjórinn.

Þessi afstaða kemur engum á óvart. Auðvitað flökrar ekki að þessum manni að segja af sér. Nýja Ísland er órafjarri. Gömlu hreppstjórarnir höfðu áhyggjur af að heimurinn myndi farast þegar þeir létu af störfum. Ég held nú samt að einhvernveginn hefðum við það af þó Guðlaugur Þór léti af þingmennsku. Hann er alls ekki ómissandi þó hann telji það sjálfur.Þetta sannar líka að það þarf að boða til þingkosninga hið fyrsta. Önnur leið virðist ófær til að losna við fjölda þingmanna sem nú sitja á Alþingi og er alveg hulin ráðgáta hvað siðferði er. Vonandi sendum við skýr skilaboð í næstu sveitarstjórnakosningum. Það er mjög auðvelt í stærsta sveitarfélaginu með því að kjósa grínframboðið. Því miður á ég þess ekki kost að kjósa neitt viðlíka hér í Árborg. Neyðist til að sitja heima í fyrsta sinn siðan ég kaus fyrst, 1966. Sumir telja að nauðsyn sé á að fara á kjörstað og skila auðu. En það er líka afstaða að sitja heima. Ég verð þá allavega ekki grunaður um að hafa kosið flokkinn sem ég hef kosið að undanfarnu af gömlum vana. Get sannað sakleysi mitt. Ef kosningaþátttaka verður dræm í sveitarstjórnarkosningunum eru það mjög skýr skilaboð um óánægju. Þá eykst þrýstingur á að boða til þingkosninga á ný og þannig losnum við við marga gjörspillta þingmenn sem þekkja ekki sinn vitjunartíma og berja hausnum við steininn.
mbl.is Guðlaugur hyggst ekki víkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband