Madame framsókn.

Nú virðist stefna í andlát framsóknarflokksins. Hann er nú á tíræðisaldrinum svo það er ekkert undarlegt þó hann sé orðinn hrumur. Einu sinni var þessi flokkur nokkuð sterkur meðal þjóðarinnar. En allt er í heiminum hverfult. Þessi gamli bændaflokkur á engan tilgang lengur. Gegnrotinn af spillingu og innbyrðis sundrungu. Ungu mennirnir sem segja hann endurnýjaðan breyta engu. Töff gæjar í flottum fötum. Halldór Ásgrímsson gjöreyðilagði þennan flokk. Flýði af hólmi en því miður allt of seint. Ég held að best sé fyrir núverandi foringja að hefjast handa að undirbúningi jarðarfararinnar. Ég ætla reyndar ekki að mæta heldur fagna heima hjá mér.
mbl.is Almannagjá Framsóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband