Hinn auðsveipi þræll.

Hvernig væri nú að formaður VG risi upp til góðra verka? Þjónkunin við forsætisráðherrann hefur gengið allt of langt. Ég fylgdist vel með Steingrími föstudaginn fyrir kosningarnar í fyrra. Einkum vegna þess að ég var viss um að hann yrði spurður um afstöðuna til ESB. Ég hafði kosið VG allt frá stofnun flokksins 1999. Tekið þátt í baráttunni sem fótgönguliði án þess þó að vera í flokknum. Þetta kvöld afneitaði Steingrímur ESB. Ég hafði aldrei reynt hann að öðru en heiðarleika. Það tók þennan gamla baráttujaxl aðeins rúman sólarhring að ganga á bak orða sinna. Og nokkru síðar studdi hann í atkvæðagreiðslu að sækja um aðild. Ég hef alltaf lagt mikið uppúr að fólk standi við loforð sín. Þetta eru einfaldlega algild sannindi. Nú segir Steingrímur að auðvelt sé að skilja gremju fólks vegna ESB þvælunnar. Samfylkingin hefur lengst af verið hugsjónalaus moðsuða. Jafnvel verri en gamli krataflokkurinn. Steingrímur hefur ávallt lúffað fyrir kröfum SF. Tekur alltaf undir sjónarmið SF sem einungis vill sitja við kjötkatlana og deila og drottna. VG er á villigötum. Ef Steingrímur tæki nú meira mark á samþykktum síns eigins flokks, stæði við gefin loforð og hlustaði betur á marga fótgönguliðana gæti hann endurheimt nokkuð af traustinu sem hann hefur glatað. Tækifærið er einmitt nú. Leggjum ESB delluna til hliðar strax í dag. Steingrímur á völ á miklu skárri bandamönnum við uppbygginguna en SF. Setjum SF endanlega út í kuldann. Þar á hún heima um eilífan aldur. Þá verður VG öflugur flokkur á ný til farsældar fyrir land og þjóð.
mbl.is Skilur lítinn stuðning við ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Svo má kannski spyrja hvort einhver þörf sé fyrir Framsóknarflokkinn lengur? Bakland flokksins var lengstaf Sambandið og kaupfélögin og tilgangurinn baráttan við heildsala og kaupmenn.

Nú er þetta allt orðið breytt og enda þótt nú hafi verið viðraðar þær skoðanir að endurreisa ætti viðskiptahætti kaupfélaganna þá þarf engan Framsóknarflokk til þess að þau geti lifað og dafnað.

Árni Gunnarsson, 15.6.2010 kl. 08:37

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þetta átti nú reyndar að koma að næstu færslu á undan en það skiptir vonandi ekki máli.

Árni Gunnarsson, 15.6.2010 kl. 08:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband