14.8.2010 | 08:26
Fábjáni?
Hann gerir það ekki endasleppt þessi fjármálajarðfræðingur. Hann kann ekkert og vill ekkert læra. Sest niður við skrifborðið og reiknar út hvað hann fái mikið inn með því að hækka þetta svona mikið og hitt svolítið meira. Á sama tíma lækkar kaupið. Hann hækkaði verð á áfengi með þeim afleiðingum að salan skiliaði minni tekjum í kassann en áður. Ósanngjarnasta skattheimta sem upp hefur verið fundin er erfðafjarskatturinn. Fé sem margbúið er að skattleggja uppí rjáfur. Lýsir vel hvern mann þessi ráðherra hefur að geyma. Öll loforð frá stjórnarandstöðuárunum eru gleymd og grafin. Ráðherrastóllinn virðist vera honum allt. Manninum sem ég dáði meira en flesta aðra stjórnmálamenn á árum áður. Nú fyrirlít ég hann takmarkalaust. Það er gamla sagan að uppskeran verður jafnan í samræmi við sáninguna. Það er brýnt verkefni að losna við þennan ráðherra úr stjórnmálunum strax. Reyndar gildir það sama um allflesta þingmenn sem nú sitja á þingi.
Ætla að hækka skatta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
það er bara einsog ég hafi skrifað þetta ég gæti ekki verið meira sammála!!!! takk fyrir
snorri (IP-tala skráð) 14.8.2010 kl. 08:53
Það er sárt að horfa upp á Steingrím J falla í þá valdasýkisgryfju sem hann er kominn í. Þessi stjórnmálamaður hélt uppi öflugri og oft á tíðum mjög málefnalegri stjórnarandstöðu þann tíma sem hann sat á þingi sem óbreyttur þingmaður.
Um leið og færi gafst sveik hann þó sína kjósendur til þess að fá ráðherrastól og hefur síðan unnið á sama hátt og fyrirennarar sínir. Hann stundar þau vinnubrögð sem hann sjálfur gagnrýndi aðra mest fyrir. Baktjaldamakk, leynd, svik og prettir eru orðin einkunarorð þessa stjórnmálamanns.
Hann hélt uppi öflugum málflutning til varnar þeim sem minnst máttu sín í þjóðfélaginu, nú hikar hann ekki við að troða hendi sinni í vasa þessa sama fólks og leita þar eftir síðustu aurunum (ef eitthvað er eftir). Hann hikar ekki við að hafa vinnuna af þessu fólki með skattpíningu á fyrirtækin, sem flest berjast í bökkum og mega varla við meiri sköttum.
Steingrímur J hefur ritað sinn dóm. Það er leitt að annars ágætum stjórmálaferli skuli ljúka á þennan hátt.
Gunnar Heiðarsson, 14.8.2010 kl. 09:28
Í hrun skýrslunni var sagt að stæðsu mistökin í efnahags stjón landsins var að lækka skatta á þenslu tímum
er þá ekki sama vitleisan í gangi núna að hæakka skatta í samdrætti???
auðlegðarskattur ok enþessi fjandans erfðafjárskattur það er skömm af honum mikil væri skömm steingríms ef hann hækkaði hann
sem betur fer er ég að fara af landi brott
guð veri með ykkur
kv
Magnús
Magnús Ágústsson (IP-tala skráð) 14.8.2010 kl. 09:40
Steingrímur er hreinræktaður drullusokkur og svikari sem þarf að henda út úr Stjórnarráðinu áður en hann veldur meiri skaða. Þvílíkur ræfill sem þessi maður er.
Árni Karl Ellertsson (IP-tala skráð) 14.8.2010 kl. 17:58
Bara jarðfræðingi gæti dottið í hug að skattaskil gætu verið línuleg.
Raunin er sú að þegar skattarnir hækka aukast undanskot, svindl og neysla og skil verða oftar en ekki lægri en fyrir. Áfengis skattabrjálæðið er þar gott dæmi.
Óskar (IP-tala skráð) 14.8.2010 kl. 17:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.