Ekki ný sannindi.

Það hefur alltaf legið ljóst fyrir að engin ríkisábyrgð er á icesave skuldinni þó Steingrímur Sigfússon vilji ólmur borga hana. Afarkosti, sem bretar og hollendingar settu okkur og Svavar samþykkti af því hann nennti ekki að hanga lengur yfir þessu, eins og hann orðaði það sjálfur. Það er auðvitað sjálfsagt að afhenda þessum þjóðum tryggingasjóðinn sem mun vera um 17 milljarðar og láta þá um þrotabú landsbankans. En ekkert umfram það. Allt er þetta mál tengt AGS og ESB umsókninni. Samfylkingin hefur fjármálaráðherrann algjörlega í vasanum enda stóllinn honum meira virði en allt annað. Ég vona að Lilja, Ögmundur og fleiri þingmenn standi við sannfæringu sína. Engu skiptir hvað hátt syngur í hörðustu stuðningsmönnum ríkisstjórnarinnar. Þeir kalla ábyrga afstöðu Lilju lýðskrum Ekkert er fjarri sanni. En tilgangurinn helgar meðalið að venju. Einlægni, heiðarleiki og staðfesta er ekki lýðskrum. Vonandi er þessi ríkisstjórn að syngja sitt síðasta, enda alls ekki á vetur setjandi. Það er bókstaflega knýjandi nauðsyn á að losna við Steingrím og Jóhönnu úr pólitíkinni strax. Það væri góð byrjun á hreinsuninni sem verður að gera. Þetta þjóðfélag er enn gjörspillt. Bankarnir, þingið, stjórnsýslan og jafnvel dómstólarnir. Kannski er það borin von að þjóð í hlekkjum hugarfarsins eigi sér viðreisnarvon. Ég ætla þó að vera bjartsýnn enda fleytir það fólki oft áleiðis.
mbl.is Ríkið ber ekki ábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er rétt að ríkið ber enga ábyrgð á skuldbindingum Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta. En aftur á móti var það á ábyrgð ríkisins að setja tryggingasjóðinn þannig upp að hann gæti staðið við skuldbindingar sínar. Þar brást ríkið og ber því þann skaða sem hlýst af þeirri vanrækslu. Þetta er ekki skuld Landsbankans, ekki skuld Tryggingasjóðs innistæðueigenda, þetta er skuld íslenska ríkisins.

sigkja (IP-tala skráð) 25.8.2010 kl. 13:04

2 Smámynd: Elle_

ICESAVE er EKKI skuld ísl. ríkisins og skiptir engu hvað þú heldur þessu ranglega fram oft.  ESA gerðir engar athugasemdir við Icesave í 9 ár og vegna þess að ísl. ríkið fór að lögum.  ESA hafði sagt:  ESA: NEYÐARLÖG BRUTU EKKI Í BÁGA VIÐ EES-SAMNINGINN.  Leyfi og eftirlit Icesave-bankans í Bretlandi og Hollandi var algerlega í höndum stjórnvalda þar, samkvæmt Evrópulögunum um alla banka með fasta starfstöð í Evrópusambandsríki.  Lögmaður eftir lögmann hefur fært rök gegn ríkisáyrgð.  Mennirnir vita hvað þeir eru að segja, þeir eru hálærðir og samtíga, hver á fætur öðrum hafa þeir komið með svipaða eða sömu niðurstöðu. 

Elle_, 25.8.2010 kl. 14:45

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Landráðastjórninni ber að víkja strax!

Sigurður Haraldsson, 25.8.2010 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband