Laukrétt.

Stjórnarskrár þjóða hafa löngum verið ofmetið fyrirbæri. Reyndar nánast einskisnýt plögg. Flestar stjórnarskrár einræðisríkjanna eru yfirleitt þannig að þar eru mannréttindi tryggð í bak og fyrir. T.d. stjórnarskrár gömlu kommúnistaríkjanna og verstu einræðisríkja Afríku og Asíu. Æðibunugangurinn við nýtt stjórnlagaþing hér er gott dæmi um ranga aðferðafræði. Býst fólk virkilega við því að það skili nokkru? Halda menn að hugarfar breytist skyndilega ef við breytum stjórnarskránni? Bretar hafa t.d. nánast engar skráðar reglur um stjórnlög. Reglurnar eru óskráðar og duga mjög vel. Forsætisráðherrann sem tapar í kosningum labbar samdægurs út úr Downingstræti 10. Kvótakerfið hér sannar að það er til lítils að tryggja landsmönnum öllum eignarrétt á fiskimiðunum eins og gert hefur verið hér. Okkur íslendingum er mismunað mjög þrátt fyrir ýmis lagaákvæði um að það sé bannað. Lögmál frumskógarins eiga hér langa hefð. Réttur hins stóra og sterka til að troða á hinum smáa hefur löngum loðað við hér. Ég treysti Sigurði Líndal einum til að gera skynsamlegri leiðréttingar á stjórnarskránni heldur en 1000 manna blaðursamkundu.
mbl.is Engin þörf á heildarendurskoðun stjórnarskrár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Tómasson

Lestu bloggið hjá Ding.  Það er frábær úttekt á stjórnarskránni þar.

Heimir Tómasson, 30.8.2010 kl. 19:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband