Fílabeinsturn.

Jóhanna Sigurðardóttir er ekki heilög kýr. Samt virðist alls ekki mega gagnrýna hana með nokkrum hætti. Hjörðin ríkur til og rífst og skammast. Vestfirska frekjuskrúfan má vart mæla af hneykslun. Ætti nú samt að líta í eigin barm og ferst ekki að kalla aðra sérlundaða og sjálfhverfa. Margt bendir nú til að þetta stjórnarsamstarf sé að syngja sitt síðasta. Þar á Sf miklu stærri hlut að máli en VG. Sem betur fer eru ekki allir sem láta kúga sig til hlýðni. Þessi ríkisstjórn er á villigötum. Hér viðgengst nákæmlega sama sukkið og svindlið og áður. Við skulum heldur ekki gleyma að þungaviktarráðherrar Sf nú sátu báðir í hrunstjórninni og virtust kunna því ágætlega. Sf hefur smalað sauðum sínum til beitar á ríkisjötunni og á stjórnarráðstúnið með dyggri aðstoð frá formanni VG sem löngu hefur gleymt stefnumálum flokks síns. Ég vona að menn þori áfram að gagnrýna núverandi forsætisráðherra. Ekki veitir af. Hún gat ekki einusinni beðist afsökunar á einu mesta klúðri lýðveldissögunnar, stjórnlagaþingskosningunum. Situr í turni sínum og deilir og drottnar. Það væri þjóðinni til mikillar farsældar að losa sig við þau Jóhönnu og Steingrím úr pólitíkinni hið allra fyrsta.


mbl.is Orð látin vaða eins og púðurskot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Tómasson

Amen.

Heimir Tómasson, 2.2.2011 kl. 05:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband