8.2.2011 | 14:38
35.95%
Harmleikurinn um stjórnlagaþing stendur enn. Menn fimbulfamba um 82 eða 83þúsund atkvæði og telja lýðræðið fótum troðið. Margir trúa því að dómarar hæstaréttar séu handbendi sjálfstæðisflokksins. Það hafi verið kippt í spotta frá Valhöll og bingó: Allt ónýtt. Hvort sem álit Hæstaréttar er rétt eðan rangt þá er staðan sú að kosningarnar voru taldar ólöglegar. Það er fráleitt að einhverjir hinna sem fengu kjörbréf í ólöglegum kosningum ætli nú að væla nýtt álit útúr Hæstarétti. Það eitt sýnir að þeir hefðu verið óhæfir fulltrúar á þinginu. Úr því farið var af stað með þetta gæluverkefni forsætisráðherrans virðist skást að efna til nýrra kosninga, enda nóg af peningum til í ríkissjóði til fáfengilegra hluta þó þá skorti til annars. Ef lögin um stjórnlagaþingið hefðu verið afdráttarlausari og því hefði verið fengið eitthvert raunverlulegt vald hefði kosningaþátttakan orðið 70-80 % en ekki 35.95%. Það verður dýrt þetta álit 25 þekktra einstaklinga áður en yfir lýkur. Og því miður verður árangurinn enginn. Nákvæmlega ekkert nema þrasið og leiðindin.
Vilja að Hæstiréttur endurskoði ákvörðun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.