Dagdraumar.

Þeir eru undarlegir dagdraumar forsætisráðherrans. Nú á umboðslaust stjórnlagaráð að leysa vanda þjóðarinnar. Ráð, sem hefur ekki einu sinni meirihluta Alþingis að baki sér. M.a. annars skipað nokkrum alræmdum besservisserum og frekjudöllum.Þetta er eiginlega grátlegra en tárum taki. Stjórnarskrár eru ofmetnasta lagasetning sem til er. Verstu einræðisríkin hafa flottustu stjórnarskrárnar. Dettur einhverjum í hug að einhver ákvæði í stjórnarskrá komi í veg fyrir spillinguna sem gegnsýrir allt stjórnkerfið, fjármálastofnanir, embættismannakerfið og jafnvel dómstólana að auki. Sjálfur hefur þessi forsætisráðherra raðað gæðingum sínum á beit á stjórnarráðstúnið að vild sinni. Það þarf ekki að auglýsa stöður vegna þess að þessir sömu gæðingar ætla bara að bíta svolítið tímabundið. Engu sæmilega skynsömu fólki dettur í hug að stjórnarskrá Íslands hafi nokkru máli skipt þegar allt hrundi hér haustið 2008. Á vakt núverandi forsætisráðherra.Því miður hefur tekist að blekkja allt of marga til að trúa því að bruðlið með stjórnlagaþing og stjórnalagaráð muni skila einhverju jákvæðu til þjóðarinnar. Þessum fjármunum hefði verið betur varið í rækilega hreingerningu í öllu heila stjórnkerfinu. Það eru dapurlegar kenningar þessa ráðherra að afurðir stjórnlagaráðs verði uppfylling óska Jóns Sigurðssonar um nýja og betri tíma fyrir íslendinga. Við þurfum ekki nýja stjórnarskrá. Við þurfum nýja hugsun, nýtt réttlæti og nýjan kraft til að varðveita það.
mbl.is Draumur Jóns um stjórnarskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband