Herra.

Það er löng hefð fyrir því hér að tveir embættismenn þjóðarinnar séu ávarpaðir með þessu orði. Herra forseti og herra biskup. Þegar Vigdís var kjörin datt engum í hug að ávarpa hana þannig. Ég vona að næsti biskup verði kona. Þá mun heldur engum detta í hug að kalla hana herra. En herra merkir þó auðvitað fleira en karlmaður. Þ.e. sá sem ræður, stjórnar eða drottnar. Þær eru margar tillögurnar sem hafa séð dagsins ljós um titil kvenna sem eru í ríkisstjórninni. Ég get vel skilið að þær vilji breyta þessu þó enginn efist um vald þeirra yfir embætti sínu. Mér líst ekki á ráðfrú. En ráðstýra væri nokkuð gott. Það sem mér finnst þó langbest, ef þessu verður breytt, er að þær fengu starfsheitið freyja. Þórunn yrði umhverfisráðfreyja. Þetta er gamalt og gott íslenskt orð og undirstrikar að sá sem titlar sig með því er kona. Þjált og fallegt og eftir nokkra mánuði yrði það öllum tamt. Drífum bara í þessu í hvelli. Ráðfreyjur í ríkisstjórn. Hljómar vel.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband