Árangursstjórnun.

Nú er búið að gera áætlun um árangursstjórnun lögregluembætta landsins. Kannski góðra gjalda vert í sjálfu sér. En mér finnst mikilvægt að við fáum að vita hvað felst í þessari áætlun. Fá embættin bónusgreiðslur úr ríkissjóði fyrir árangur í starfi sínu? Störf lögreglunnar eru margvísleg og mikilvæg. Ég hef verið talsmaður þess í mörg ár að löggæsla á þjóðvegum landsins verði efld kröftuglega. Það má gera án aukinna útgjalda úr ríkissjóði. Vegna manneklu og fjárskorts hefur ekki verið hægt að hafa lögregluna nógu sýnilega á þjóðvegunum. Þar verða verstu umferðarslysin, einkum banaslysin. Það á að leggja umferðarstofu niður strax. Þessi ríkisstofnun hefur þanist út á undanförnum árum. Þar er hver silkihúfan upp af annari. Og starfið felst aðallega í endalausu blaðri starfsmanna hennar í ríkisútvarpinu um að verið sé að malbika Skúlagötuna og að það séu hálkublettir á Öxnadalsheiði.Mér finnst þetta svo hvimleitt að það jaðri við tilræði við geðheilsu venjulegra borgara. Umferðarstofa er blaðrandi dæmi um vonda ríkisstofnun. Skoðunarfyrirtækin eða bankarnir gætu séð um skráningu ökutækjanna með miklu ódýrari hætti. Mörghundruð milljónir sem nú fjúka út um glugga ríkissjóðs væru betur komnar hjá lögregluembættum landsins. Það myndi bjarga mörgum mannslífum og þar með spara mörg hundruð milljónirkróna. Fyrir utan allt hitt. Því miður erum við alltof mörg sem þekkjum hvað það er að missa náinn ættingja í umferðarslysi. Ef við getum fækkað banaslysum í umferðinni vinnum við mest á því sem ekki verður metið til fjár. Leggjum us niður strax. Notum fjármunina í aukna löggæslu og til þess að fjarlægja verstu dauðagildrurnar á þjóðvegum landsins.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband