Suðurlandsvegur.

Ég bý austan Hellisheiðar og á leið til Reykjavíkur annað slagið. Eins og reynslan sýnir er þetta einn hættulegasti vegarkafli landsins og bráðanauðsyn á úrbótum sem allra fyrst. Efnahagsástandið er reyndar ekki beysið nú um stundir. Ekki veit ég nákvæmlega hvað miklum fjármunum er varið til reksturs umferðarstofu. En það eru miklir peningar. Við skulum leggja þessa stofnun niður strax. Þar er hver silkihúfan upp af annari sem endalaust blaðrar út í eitt. Um að nú sé verið að malbika Snorrabrautina og það séu hálkublettir á Dynjandisheiði. Þessi stofnun er skólabókardæmi um ríkisrekstur af alverstu tegund. Það væri einfalt að afhenda skoðunarfyrirtækjunum bifreiðaskrána. Við höfum veðurstofu, netmiðlana og fleira til að segja okkur hvernig veðrið er. Umferðarstofa er hreint tilræði við geðprýði okkar flestra. Og líktalningarmannvirkið ofan við Draugahlíðina er þessari stofnun til ævarndi skammar. Það er alveg ljóst að sá eða þau sem áttu hugmyndina að þvi, þekkja ekki tilfinningar fólks sem á um sárt að binda eftir ástvinamissi í umferðinni. Notum fjármunina sem sparast við að leggja us niður til úrbóta á hættulegustu slysagildrum þjóðveganna. Við skulum líka efla umferðareftirlitið með því að gera lögregluna sýnilegri á þjóðvegum landsins. Og loks skulum við öll vera meðvituð um hætturnar og haga okkur í samræmi við það.
mbl.is Vara við Suðurlandsvegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Viðar Björgvinsson

Það er ljótt að segja það Sigurður, en ég er hræddur um að þrátt fyrir að ég HATI þegar Umferðarstofa varar við hálku (ÍSland.. halló!) og kemur með svona fáránlegar og tilgangslausar greinar um eitthvað sem 'allir vita', þá er samt þörf á fólki sem segir allavega eitthvað. Ef enginn segði neitt, þá myndi fólk sennilega vaða áfram í blindni og aldrei neitt vera gert til að laga hlutina. Röfl er oft af hinu góða, þrátt fyrir að röflarinn sé bjáni

Árni Viðar Björgvinsson, 16.10.2008 kl. 13:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband