Eiturlyf.

Kunnur maður sagði einu sinni að trúarbrögðin væru eiturlyf fólksins. Ekkert hefur gert mannkindinni meira illt en trúarbrögðin. Menn drepa saklaust fólk í nafni trúar sinnar. Dæmin eru nærtæk nú um stundir. Það er með öllu óskiljanlegt að fólk á Íslandi skuli verja morðæði ísraelsmanna á Gasa. Þeir smöluðu saklausum borgurum, þ.á.m. mörgum börnum, inní byggingu og sprengdu hana síðan í loft upp. Afsaka sig síðan með því að þetta hafi verið tæknileg mistök. Og Gísli Freyr, Vilhjálmur Örn og Snorri í Betel sjá ekkert athugavert við þetta. Guðs útvöldu þjóð er allt leyfilegt. Þeir sem voga sér að gagnrýna framferði ísraelsmanna eru afgreiddir sem stuðningsmenn Hamas. Hryðjuverkamenn og iddjótar. Þetta er með hreinum ólíkindum.  Ég fordæmi eldflaugaárásir Hamas á Ísrael. Það væri hægt að koma á friði fyrir botni Miðjarðarhafs ef vilji væri til þess. Ísraelsmenn segjast ekki hætta fyrir en þeir hafi gengið milli bols og höfuðs á Hamassamtökunum. Þá skiptir engu hvað mörg saklaus börn þeir þurfa að drepa í leiðinni. Enda stendur guð þeirra með þeim. Og BNA. Kannski er það óskhyggja mín að breytingar verði nú þegar Obama tekur við. Vonin um frið er þó til staðar. En eiturlyfin eru líka til staðar. Því miður.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Stuðningsmenn Ísraela á Íslandi segja sumir hverjir á blogginu hér að það sé eðlilegt að Ísraelsmenn drepi mæður og börn; "því Hamasmenn settu börnin fyrir sig".  Þegar Ísraelar sprengja sjúkrahús í loft upp, þá er ástæðan: "Jú, norsku læknarnir geymdu Hamasliða í kjallara sjúkrahússins."

Trú + pólitík = trúarbrögð.  Trúarbrög' hafa ekkert með góða og hreina trú að gera að mínu mati.

Kveðja, Björn bóndi   

Sigurbjörn Friðriksson, 15.1.2009 kl. 13:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband