Tímasóun.

Heldur fannst mér nú nöturlegt að fylgjast með atburðarásinni við stjórnarmyndunarviðræðurnar í gær. Jóhanna og Steingrímur voru búin að brosa út að eyrum alla vikuna. Svona eins og smábörn sem hafa fengið nýtt leikfang. Um miðjan dag var brosið horfið og bitur vonbrigðasvipur á andlitunum. Vondi framsóknarstrákurinn búinn að skemma allt saman. Vandræðagangurinn öllum ljós. Svona vinnubrögð eru fyrir neðan allar hellur. Það á að taka stjórnarmyndunarumboðið af ISG strax og skipa utanþingsstjórn. Hver einasti dagur er dýrmætur. Margir farnir í súginn nú þegar. Heldur fólk virkilega að framsóknarflokkurinn sé breyttur þó hann hafi skipt um formann?  Þetta er bara hroðalegt klúður. Langbesta leiðin að skipa utanþingsstjórn í hvelli. Þau Björg og Gylfi yrðu mjög góð innanborðs í slíkri stjórn. Við erum orðin langþreytt á þessum skrípaleik. ÓRG hefur nú tækifæri á að endurvinna eitthvað af traustinu sem hann hefur löngu glatað.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband