Staðreyndir.

Þetta er kolrangt hjá Sturlu. Það er auðvitað meginmunur á núverandi ríkisstjórn og starfsstjórninni sem Einar var í. Þó núverandi stjórn sé minnihlutastjórn nýtur hún stuðnings 34 þingmanna. Þegar ákvörðun Einars var tekin hafði hann 25 þingmenn á bakvið sig.  Það er flestum ljóst að tímasetning þessarar ákvörðunar er engin tilviljun. Þarna var bara verið að kveikja ófriðarbál. Ákvörðun um að hefja hvalveiðar að nýju hefði átt að bíða nýrrar ríkisstjórnar eftir kosningar. Hvort sem menn vilja leyfa hvalveiðar eða ekki var þetta hin mesta óhæfa. Persónulega finnst mér að við eigum að nýta hvalinn eins og annað í sjónum. En ákvörðun hins uppgjafa ráðherra var tekin á afar hæpnum forsendum og er honum til ævarandi skammar.
mbl.is Hárrétt ákvörðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er rangt að Einar hafi aðeins haft 25 þingmenn að baki sér þegar hann tók þessa ákvörðun.

Að baki þessari ákvörðun er samþykki Alþingis um að íslendingar skyldu hefja hvalveiðar og eftir það er boltinn í höndum sjávasrútvegsráðherra hvers tíma með að ákveða kvóta. Einar tók ekki ákvörðum um að hefja hvalveiðar það gerði Alþingi, það sem ráðherrann gerði var að ákveða kvótann.

Ég er a móti hvalveiðum

andri (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 10:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband