22.3.2009 | 08:25
Siðasta orðið?
Það á að spyrja þjóðina fyrst. Hún á að hafa fyrsta orðið og það síðasta líka. Það er ólýðræðislegt að sækja um aðild án þess að spyrja þjóðina áður. Þetta er ákaflega stórt mál og þjóðin er þverklofin í afstöðunni til ESB. Það væri auðvitað fáránlegt ef afstaða flokka til ESB málsins kæmi í veg fyrir að við fengjum góða ríkisstjórn að loknum kosningum. Ríkisstjórn, sem hefði hag hins almenna borgara í fyrsta sætinu og hreinsaði almennilega til eftir alltof langa stjórnarsetu íhalds og framsóknar. Vonandi ber forustufólk VG og SF gæfu til að láta skynsemina ráða.
Þjóðin sjálf hafi síðasta orðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Brussel hefur alltaf síðasta orðið. Það er einfaldlega kosið aftur þangað til það kemur "rétt" út úr því. Á hverju árið eyðir Brussel meira en Kóka kóla eyðir á heimsvísu í að markaðsfæra Evrópusambandið.
Þú verður látinn kjósa aftur og aftur og aftur og aftur . . . og aftur. Þetta er kallað lýðræði. En þegar það kemur loksins rétt út úr kosningunum þá er aldrei kosið aftur. Evrópusambandið er eins og Sovét var, eins flokks skipulag. Það er bara eitt rétt. Allt annað er rangt.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 22.3.2009 kl. 09:14
Kommarnir í Austur-Evrópu slepptu því að láta kjósa aftur og aftur, styttu sér bara leið og fölsuðu niðurstöðurnar. Hugsunin er sú sama, niðurstaðan er ákveðin fyrirfram.
Hvað fyndist fólki um það ef kosið yrði árlega til þings þar til Sjálfstæðisflokkurinn fengi hreinan meirihluta og þá yrði aldrei kosið aftur? Mjög lýðræðislegt?
Hjörtur J. Guðmundsson, 22.3.2009 kl. 09:28
Alveg rétt. Ekki er haegt ad láta misvitra og gjörspillta stjórnmálamenn taka ákvördun um thetta mikilvaega mál. Thad vaeri ekki kvótakerfi hér ef thjódin hefdi verid spurd. Vid sjáum öll hvert thad hefur leitt thjódina. Afnema tharf thetta gjörspillta kvótakerfi strax.
Gunni Gunn (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 10:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.