Jón og séra Jón.

Skattyfirvöld hafa nú fengið upplýsingar frá bönkunum um innistæður allra landsmanna á innlánsreikningum sínum. M.a. til þess að ríkið geti skert bætur til gamalmenna og öryrkja. En leyndin grúfir enn yfir ýmsu öðru. Sérstakur saksóknari hefur ekki fengið aðgang að ýmsum gögnum, sem honum eru nauðsynleg, svo koma megi lögum yfir glæpahyskið sem sett hefur landið á hausinn. Þessi ágæti maður var eins og álfur út úr hól í viðtali í síðustu viku. Spaugstofan gerði viðtalinu ágæt skil í þætti sínum á laugardaginn. Við erum að verða langþreytt á seinaganginum. Það verður enginn friður í samfélaginu fyrr en allur sannleikurinn verður leiddur í ljós. Þ.e.a.s. sá hluti hans sem ekki er búið að afmá í pappírstæturunum. Nú er bara að taka málið " föstum vetttlingatökum" eins og framsóknarmaðurinn sagði. Burt með pukrið og leyndina. Látum glæapalýðinn taka afleiðingum gerða sinna. Veislunni á að ljúka og nú verður bara vatn og brauð framundan.
mbl.is Hælarnir voru niðri í viðskiptaráðuneytinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jamm !

Byrja að mótmæla aftur ! Pottar og pönnur á Austurvöll.

HA ! ...enging SMS frá VG ungliðum ?? OK sitja heima...VG eru í stjórn. má ekki mótmæla lengur.

Stupids....

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 07:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband