7.5.2009 | 16:57
Ríkisforstjórar.
Laun forstjóra ríkisstofnana eru í flestum tilfellum allt of há. Þessi ágæti maður, sem telur eðlilegt að hæstlaunuðustu forstjórarnir séu með sömu laun og forsætisráðherra, er sjálfur forstjóri í stofnun sem ætti að vera búið að leggja niður fyrir löngu, FMR. Þá telur hann eðlilegt að fríðindi og bitlingar fylgi með. Það væri frekar eðlilegt að enginn forstjóri hefði hærri laun en óbreyttur alþingismaður. Við getum lagt margar þessar stofnanir niður. Þær eru arfur fortíðarinnar. Ég nefni bæði FMR og Umferðarstofu sem dæmi. Skoðunarstofurnar gætu alfarið séð um verkefni Umferðarstofu og FMR gæti bara verið deild í Landsbankanum. Þetta er auðvelt og myndi spara heilmikið. Valdhrokinn svífur enn yfir vötnunum í mörgum þessum stofnunum. Þar deila menn og drottna. Og að auki eru kjaftatíkurnar á Umferðarstofu hreint tilræði við geðheilsu þjóðarinnar. Gerum átak og hreinsum ærlega til.
Eðlilegt að miða við laun forsætisráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.