Samræðustjórnmál.

Einhver hugsjónamaðurinn í SF fann á sínum tíma upp nýtt hugtak í pólitíkinni. Kallaði það samræðustjórnmál.Nú hefur formaðurinn, hin heilaga Jóhanna,  fundið upp annað enn merkilegra hugtak. Einræðustjórnmál. Í því felst að það sé þjóðinni fyrir bestu að hugaráorar hennar séu okkur farsælastir í umræðunni um ESB málið. Hún telur, hyggur,  álítur, gerir ráð fyrir og reiknar með. Þetta mætti nú líka nefna einstefnustjórnmál eða bara einfaldlega einræðisstjórnmál. Hvernig má það gerast að forsætisráðherra í 2ja flokka ríkisstjórn sem hefur nú ekki sterkan meirihluta á bak við sig skuli haga sér svona?  Valtar yfir samstarfsflokkinn og stjórnarandstöðuna einnig  með frámunalega hrokafullum hætti. Ég lýsi hér með algjöru vantrausti mínu á þessa ráðfreyju. Ég vona að þingmenn VG, allir sem einn, standi við kosningaloforð sín varðandi umsókn um aðild að ESB.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband