28.6.2009 | 14:15
Góð röksemd.
Þessi boðskapur frá handrukkara ASG er mjög góð röksemd fyrir því að fella icesave samninginn. Eðli þessarar senditíkar er orðið flestum ljóst. Nema náttúrlega Steingrími J. og Jóhönnu. Steingrímur hefur enn tækifæri til að snúa við blaðinu, þjóðinni til bjargar. Errare humanum est. Það er engum til vansa að skipta um skoðun. Steingrímur er að verða bergmálið af Samfylkingunni. Öllu lokið fyrir okkur ef við samþykkjum ekki þessa nauðung. Þetta er mér og fjölmögum kjósendum VG með öllu óskiljanlegt. Sem betur fer fyrir Steingrím og okkur hin mun samningurinn verða felldur. Guðfríður Lilja, Atli, Lilja Mósesdóttir, vonandi Ögmundur og kannski 1 eða 2 úr VG til viðbótar munu sjá til þess. Formaður VG, aðalritarinn sjálfur, hefur valdið flestum kjósendum sínum gífurlegum vonbrigðum. Ég er tilbúinn að fyrirgefa honum ef hann hverfur frá villu sinni.
Þjóðarbúið ekki á hliðina vegna Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll sigurður
Ég er forvitin á að heyra plan B hjá þér, sem er væntanlega ef við semjum ekki .... hvað gerum við þá ?
Heldur þú að við fáum lán frá skandinaviuþjóðunum ?
gæti verið sett á okkur einhverskonar viðskiptabann sem myndi skaða ísland en frekar ?
Hverjir væru möguleikar íslendinga um að aðild lánum í framtíðinni til að styrkja vara gjaldeyrisforða Seðlabankans ?
Hver yrðu næstu skref fyrir ísland ?
Ég vil ítreka að ég held að engum sé vel við að taka þess skuldbindingu á sig og ef þú gætir nefnt mér betri afarkosti þá skal ég glaður hlusta. Í það minsta er skárra að fá lán upp á 5.55 % heldur en 6.7% og gjaldfrí í 7 ár fremur en 3 ár en staðreyndin var sú að fyrri ríkisstjórn var búin að ganga þannig frá hnútum að mjög erfitt var að leysa þá.... Einnig eru margir möguleikar um hvernig hægt væri að minka þjáningar í framtíðinni varðandi þetta lán eins og t.d með endufjármögnun eða með því að gera eignir útrásavíkingina upptæka. Væri t.d hægt að fara í mál við þá sem eru ábyrgir fyrir þessum skuldum og já hvort þeir beri ekki einhverja ábyrgð í þessu máli ?
Ég samþykki það með engu að ísland sé á leiðinni á hausinn eins og margir vilja halda og trúi því að það séu margir möguleikar í stöðinni. Vissulega er þetta mál skítfúlt en eins og ég sé það.. þá er fátt um fína drætti.
Brynjar Jóhannsson, 28.6.2009 kl. 14:37
Sigurður ég er 100% með þér. Afstaða Brynjars og þeirra sem hafa svipaða afstöðu er mér óskiljanleg.
Leif mér að einfalda: Plan A, B og C er að hafna þvingunum, hótunum og afarkostum undir ÖLLUM kringumstæðum því það er íslenska lýðveldinu og Íslendingum ósæmandi.
Held ég að við fáum lán frá Norðurlandþjóðunum ef við sýnum kjark og þor og að við erum ekki bleyður og gungur sem gangast að afarkostum? Já, og ég reyndar tel að við munum fá ennþá betri kjör þegar við höfum sýnt að við veltum ekki við minnstu mótbáru. Hverjum myndir þú vilja lána pening, vesælingum í götunni eða manninum sem sýnir skynsemi og þrótt. Hverjum býður þú heim og virðir að verðleikum. Hverning heldur að gangi að semja um lán í framtíðinni þegar við höfum sýnt alheimi hvaða mannleysu við höfum að geyma?
Held ég að verði sett á okkur viðskiptabann? Nei. Hver ætti að gera það og hvað ættu þeir að banna? Er ESB tilbúið að sprengja upp verð á fiski í sínum markaði með að útiloka íslenskan fisk? Við höfum flugumsjón yfir norður atlantatshafi og sæstreingir fara í gegnum okkar land. Höfum við mótleiki?
Þetta að hægt sé að semja seinna--seinna!!! Verður staða okkar betri eftir að við höfum samið af okkur að deilur verði settlaðar fyrir breskum og hollenskum dómstólum sem prívat mál? Verður auðveldara að fá vexti lækkaða þegar við erum þegar búið að gangast að 5,5% og verður ekki miðað út frá 5,5%? Verður auðveldara að sækja um betri kjör þegar við fyrst verðum að semja okkur frá þeim afarkjörum sem við höfum gengist við. Staða Íslands til samninga er núna sú besta sem hún nokkurn tímann verður. Tíminn til að standa fastur fyrir og semja best er NÚNA!
Alheimur fylgist með Íslendingum í þessu máli bæði evrópuþjóðir sem Iscesavemálið varða og allar þær þjóðir sem eiga viðskipti við AGS. Icesavemálið er slagur og mikill meiri heldur en þorskastríðin. Orðspor Íslands um ókomna tíð mun ráðast af hvernig þessu máli lyktir.
Kristján Gunnarsson (IP-tala skráð) 28.6.2009 kl. 17:04
Í fyrsta lagi er mikill vafi á því samkvæmt þjóðarétti að okkur beri að borga þessar skuldir. Það er illskiljanlegt hvernig formennska Svavars Gestssonar kom til í málinu þó ég búist við að Steingrímur hafi komið þar við sögu. Algjörlega ómenntaður á sviði þjóðaréttar og því óhæfur í verkið. Ég nefni menn eins og Atla Gíslason og Sigmund Davíð Gunnlaugsson sem hefðu verið margfalt hæfari. Pétur Blöndal hefði verið ágætur með þeim
Í öðru lagi er þessi samningur arfaslakur. Jón Daníelsson hagfræðingur sem er við kennslu í London varar eindregið við þessum nauðungarsamningi. Telur einsýnt að við gætum fengið miklu hagstæðari samning þegar og ef við þurfum að semja. Þessi samningur er hrein uppgjöf. Uppgjöf, sem er okkur alls ekki sæmandi. Uppgjöf, sem bindur afkomendur okkar á óásættanlegan skuldaklafa, sem aðeins nokkrir glæponar komu landinu í. Þessir sömu glæponar eru enn á fullu við iðju sína og virðast ósnertanlegir. Flest bendir til að eignir Landsbankans séu miklu minna virði en talið er nú. Og á meðan við bíðum þurfum við að greiða tæpa 40 milljarða í vexti af skuldinni. Þetta blasir við flestu skynsömu fólki en það eru aðeins nokkrir menn sem eru of sólgnir í ráðherrastóla sem vilja samþykkja þessi ósköp. Ef við höldum uppi alvöruvörnum og lyppumst ekki niður eins og aumingjar munum við komast frá þessu og ná okkur á strik aftur.
Sigurður Sveinsson, 28.6.2009 kl. 17:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.