Reikningslist viðskiptaráðherra.

Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra hefur reiknað út að við getum framleitt nóg til þess að standa undir icesave skuldbindingunum. Skuldbindingunum, sem nú á að láta þjóðina greiða þó þær séu að öllu leyti skuldir nokkurra glæpamanna. Hyskis, sem enn ferðast um á einkaþotum og hræir í pottum okkar algjörlega óáreitt.Það má vel vera að þetta sé rétt hjá honum. En það hefði verið betra að hann upplýsti í leiðinni hvernig þjóðin ætti að lifa á meðan tekjurnar fara að mestu leyti í þessa glæpahít. Við eigum líklega að éta það sem úti frýs. Það eru augljós feigðarmerki á ríkisstjórninni. Hún verður mér ekki harmdauði og ég ætla ekki að vera við jarðarförina heldur fagna heima hjá mér.  Stórsigur VG í síðustu þingkosningum hefur nú snúist til andhverfu sinnar. Enn hef ég þó trú á að nægilega margir þingmenn flokksins hafi manndóm í sér til að fella þennan nauðungarsamning. Setji formanninn út í horn og láti skynsemina og hag þjóðarinnar ráða för. Ráherrar SF og jábræður og systur þeirra hafa það eitt að markmiði að koma okkur í ESB og iscesave samningurinn er hluti af því markmiði. Fellum þennan samning, setjum SF endanlega út í kuldann og myndum nýja ríkisstjórn allra annara flokka á þingi. Þá munum við njóta góða veðursins enn betur og halda höfði.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband