Lýðræði andskotans.

Pukrið og leyndin heldur áfram. Sumir hlutir þola ekki dagsljósið. Sérstaklega ekki samskipti samninganefndar íslendinga við hollendinga og breta. Er óeðlilegt að þjóðin öll fái að vita hvað raunverulega gerðist? Svavar Gestsson sagðist ekki vilja hafa þessa hluti " hangandi yfir sér lengur" og kvittaði undir þennan afar vonda samning. Hvaða hæfileika hefur þessi afdankaði allaballi til að vera formaður samninganefndarinnar? Ég ætla að svara mér sjálfur. Nákvæmlega enga. Ef allt fer í klessu, eins og aðalritarinn orðar það, er það vegna þess að við tökum ábyrgð á þessum svikasamningi. Stjórnarforustan, Steingrímur og Jóhanna, tala um 7 ára "skjól". Þetta er eins og hjá Loðvík fjórtánda. Það lafir meðan ég lifi. Þá verður forssætisráðherrann kominn vel á áttræðisaldurinn og fjármálaráðherrann að tína fjallagrös norður í Þistilfirði. Hvað varðar mig um þjóðarhag var einu sinni sagt.
mbl.is Fá ekki Icesave-gögnin í hendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lýðræðið er Tveir úlfar og ein kind að kjósa um kvöldmatinn.

Við þurfum breytta stjórnsýslu, þar sem réttindi fólksins eru í fyrirrúmi.  Þá kæmi aldrei til greina að almenningur axlaði ábyrgð á vanhæfni eða hreinni illsku stjórnmála, eftirlits og bankaeigenda.  Það var greinilega ekki nóg að skipta um stjórn, það verður ekki nóg að henda þessari frá og kjósa nýja, það þarf grundvallarbreytingar.

Georg O. Well (IP-tala skráð) 2.7.2009 kl. 09:23

2 identicon

Þetta er eins og að hafa skitið í buxurnar.

Svo má fólk lykta en ekki sjá skítinn........

Óskar (IP-tala skráð) 2.7.2009 kl. 09:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband