Feigðin kallar.

Þetta stjórnarsamstarf bar feigðina með sér frá upphafi. Það eru enn nokkrir þingmenn VG sem standa í lappirnar þó sumir liggi flatir við fætur drottningarinnar sem nú situr í stól forsætisráðherra. Það er augljóst að bretar og hollendingar fallast ekki á þá fyrirvara sem Alþingi samþykkti í lögum um ríkisábyrgð á icesave samningnum. Eina raunhæfa lausnin er að þessi ríkisstjórn fari frá völdum strax. Steingrímur á að fá stuðning íhalds og framsóknar til myndunar minnihlutastjórnar fram á næsta vor. Þá er meiri möguleiki á tiltektum og við gætum dregið ESB umsóknina til baka. Viðræðurnar við ESB eru tíma- og peningasóun. Ekkert væri þjóðinni til meiri farsældar en einangrun Samfylkingarinnar. Einu hugsjónir hennar eru völd. Völd til að koma okkur í ESB og að markaðsvæða heilbrigðiskerfið.
mbl.is Fellur ef ekki næst sátt um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband