Vergangur.

Ef fram fer sem horfir verða þúsundir íbúða seldar nauðungarsölu á næsta misseri. Hér í Árborg og annarsstaðar í umdæmi sýslumannsins hér á Selfossi eru líklega 400 eignir á listanum. Á landinu öllu gætu þær verið hátt í 2.000.Jafnvel enn fleiri. Ríkisstjórn hinna vinnandi stétta situr með hendur í skauti. Ég gef henni viskusjens til að gera eitthvað róttækt. Annars  fara mörg þúsund manns á vergang. eins og í móðuharðindunum.Hið heilaga par, Steingrímur og Jóhanna, eru bjartsýn. Þau vona þetta og eru viss um hitt. Harðindin nú eru reyndar af mannavöldum. Flokkur Steingríms er eins og hrein mey í þeim efnum. SF ber mikla ábyrgð á því hvernig komið er þó stærst sé ábyrgð núverandi ritstjóra Moggans og afturgöngunnar sem flúði land. Það er eins og þessari ríkisstjórn séu allar bjargir bannaðar. Hún er ráðalaus, vonlaus og vitlaus. Steingrímur heltekinn af verstu bakteríu síðari tíma, Samfylkingarveirunni. Það sannar best afstaðan til ESB umsóknarinnar, þvert á loforð hans daginn fyrir kosningar.Ég vona að fjármálaráðherrann vinni bug á þessari veiru. Besta ráðið til þess er að yfirgefa þann vonda félagsskap sem hann er í nú um stundir. Þá mun hann ná áttum á ný.
mbl.is Holskefla uppboða verði frestur ekki framlengdur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Íslenskir stjórnmálamenn eru siðblindir og spilltir.

Ef þetta hyski myndu hugsa um hag almennings en ekki pólitíska hagsmuni sína þá væri staðan hér á landi allt önnur.

Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 07:23

2 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Sammála þér Svavar!!!

Eyjólfur G Svavarsson, 30.9.2009 kl. 10:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband