Sjónhverfingar.

Félagsmálaráðherra er ekki að bjóða skuldsettu fólki eitt eða neitt nýtt. Bankarnir  bjóða nú þegar uppá álíka úrræði. Því miður komst þetta mál ekki á dagskrá í silfrinu í gær. Ég beið hreinlega eftir að ráðherranum yrði pakkað saman. Hann var lúsheppinn að ekki gafst tími til þess. Þessi ríkisstjórn mun aðeins lifa mjög skamman tíma enn. Sennilega líða bara örfáir dagar. Ég vona að hún fái hægt andlát og verði jörðuð í kyrrþey. Við gætum vel unað við minnihlutastjórn með Ögmund sem forsætisráðherra fram á vor. Hann er, ásamt nokkrum öðrum þingmönnum VG, enn með óbrenglaða dómgreind. Þjóðin þarf sannarlega á slíku fólki að halda nú.
mbl.is Segja tillögur ráðherra stríðsyfirlýsingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Já, Sigurður, ég held að allir þenkjandi einstaklingar sjái að þarna stendur lítið til boða.

Marinó G. Njálsson, 5.10.2009 kl. 13:01

2 identicon

Stendur lítið til boða?

 Það sem ríkið hefur úr að moða er skattfé sem fengið er af þegnum þessa lands. Sem skattgreiðandi er ég ríkið. Af hverju í ósköpunum á ég að borga af lánum sem einhver annar tók? Hvað þvæla er þetta? Nafnið Hagsmunasamtök heimilanna svo önnur saga... af hverju heitir þetta ekki frekar: Samtök fyrirhyggjulausra skuldara? Þó fáa hafi getað órað fyrir hversu illa fór held ég að menn hafi hreinlega þurft að vera í dópvímu til að átta sig t.d. ekki á því að krónan var allt of hátt skráð.

Kveðja,

Jakob

Jakob Bjarnar (IP-tala skráð) 5.10.2009 kl. 14:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband