Æðruleysi.

Mér kemur æðruleysisbænin í hug. Æðruleysi yfir að sætta sig við það sem maður fær engu um breytt. Selfosssöfnuður er þverklofinn í afstöðu sinni til séra Gunnars. Enginn borgarafundur fær nokkru breytt um það. Ég hef áður sagt það hér á þessum vettvangi að séra Gunnar er mörgum góðum mannskostum búinn og ég hef haft af honum góð kynni allt frá því vorum samtíða í háskólanum. Ég bjó á nýja stúdentagarðinum og hann var garðprófastur. Sæmd sér Gunnars yrði meiri ef hann sætti sig við þá staðreynd að besta leiðin út úr þessu ástandi er sú að hann hverfi frá þjónustu við söfnuðinn hér. Ég óska honum farsældar og þess, að hið góða verði ávallt nálægt honum.


mbl.is Prestur boðar borgarafund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Rétt Sigurður, ég neyta að trúa því að Þjóðkirkjan ætli að reyna að troða honum upp á ykkur aftur, slíkt gengur eðlilega ekki upp.  Þeir hafa nóg af störfum til að bjóða honum, hérlendis eða erlendis - algjör steypa hjá Séra Gunnari að búast við því að hann sé velkominn á Selfoss, í ljósi þess að hann nýtur einskis trausts.  Í raun væri eflaust réttast hjá Þjóðkirkjunni að finna honum einhvert skrifstofustarf því mannleg samskipti hjá honum virðast vera frekar dapur, svona almennt séð!

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 15.10.2009 kl. 08:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband