Sóun.

Það er löngu vitað að árlega hendum við miklum verðmætum í sjóinn. Þetta er ein af afleiðingum kvótakerfisins. Við verðum vissulega að hafa stjórn á veiðum okkar. En ef minnst er á breytingar á kvótakerfinu, upphefst mikill harmagrátur hjá fólkinu sem telur sig eiga allan fiskinn í sjónum sem þó er, lögum samkvæmt, eign okkar allra. Mörg hundruð milljarðar króna hafa horfið út úr íslenskum sjávarútvegi síðan þessu kerfi var komið á fót. Peningar sem liggja nú í sumarhöllum, snekkjum, þyrlum, Range Róverum og öðrum munaði. Það er auðvitað fráleitt að fámennur hópur manna skuli geta ráðskast með allan fiskinn sem syndir í sjónum kringum landið og telji það ofureðlilegt.Kastar honum fyrir borð þegar kerfið krefst þess.Fiskurinn og sauðkindin hafa haldið líftórunni í þegnum landsins frá því það byggðist. Forréttindastéttin virðist vera að fara á límingunum yfir fyrirætlunum um að þjóðin endurheimti eigur sínar. Kvótakerfið er versta ranglætið í þessu þjóðfélagi og er þó af nógu að taka. Gott dæmi um þann rétt sem hinir stóru, fáu útvöldu, telja sig hafa til að troða á hinum mörgu, smáu og réttlausu. Núverandi ríkisstjórn telur sig vera vinstri velferðarstjórn. Það er þó fátt sem bendir til þess nú um stundir. Því miður er þó kannski ekki um annað skárra að ræða. Ef hún stígur fyrstu skrefin til leiðréttingar á ranglæti kvótakerfisins fær hún þó nokkur prik.
mbl.is Fiski fyrir hundruð milljóna króna hent í sjóinn í fyrra?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ljótt er ef satt er. Líklega er það svo, að brottkastið er orðið minnst hjá togaraflotanum. Mest er brottkastið af kvótalausum dragnótabátum, sem leiga kvóta fyrir hátt verð og geta því ekki leyft sér að koma með annað en verðhæsta fiskinn að landi. Annars virðist brottkast ekki vera sérstakur fylgifiskur okkar veiðistjórnarkerfis, það þekkist ekki síður í kerfum Evrópusambandsins og Færeyinga. Hinsvegar er einn þáttur í þessu öllu saman, sem veldur manni stundum heilabrotum, en það er með hvaða hætti við getum séð svo til að jöfn og stöðug vinnsla sé yfir árið í innlendum fiskiðnaði. Strandveiðikerfið, sem byrjað var á að fikra sig áfram með í sumar, gerir það alls ekki. Sú veiði er eðli málsins samkvæmt árstíðarbundin. Ennfremur sýndi sig í sumar að sá afli, sem þessi floti kom með að landi, fór nær allur óunninn úr landi. Um það eru til skýrslur.

Pokamaður (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 06:46

2 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Pokamaður.

Brottkast þekkist ekki hjá Færeyingum.

Vinsamlega kynntu þér málið hér;

http://kvotasvindl.blog.is/blog/kvotasvindl/video/7486/

Níels A. Ársælsson., 28.10.2009 kl. 08:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband