30.11.2009 | 06:40
Ríkisstjórn lítilmagnans.
Þessi ríkisstjórn er hugmyndasnauðasta fyrirbærið á landi hér. Kennir sig við velferð. En velferð hverra? Allt það sem talið er upp hér að framan bitnar harðast á þeim efnaminni og þeim sem skulda mest í íbúðum sínum. Ef stjórnin stæði í lappirnar en lægi ekki flöt fyrir stórþjóðum evrópu myndi hún hugsanlega standa öðruvísi að málum. Skuldir glæpamanna skulu greiðast uppí topp af okkur lýðnum. Það kostar of mikið að leiðrétta okkar skuldir á sama tíma og peningum er ausið í stórfyrirtæki sem þjófarnir höfðu holað að innan. Fólk kannast við Sjává, er það ekki? Dæmin eru út um allt. Er yfirleitt snefill af heilbrigðri hugsun í hausnum á ráðherrum ríkisstjórnarinnar? Ég er farinn að efast mjög um það.
Bensínið kostar 60.000 meira | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Skammarlegt.
Það er nýbúið að setja skatta á bensín,tóbak,áfengi...sykur.. allt sem hægt er að ná í hjá fólkinu .. og nú á að setja á skatta sem hækka lítran um 8 krónur.
Skjaldborg um heimilin er farið að hljóma svo fáránlega.. að manni dettur ekki í hug lengur að taka mark á þessu mjálmi í ríkisstjórninni.
Við eigum greinilega að borga fyrir "partíið" ... þótt flestum okkar hafi ekki verið boðið í það.
Svei!
ThoR-E, 30.11.2009 kl. 08:30
Sigurður,
Þú veist að hún Jóhanna er ekki mikið fyrir "litla manninn", þennan þarna þú veist.
Annars er það deginum ljósara, að ríkisstjórnin hefur sett gjaldborg utan um heimilin í staðinn fyrir skjaldborg.
Og hvar er þessi svokallaða "velferðarbrú" sem ríkisstjórnin auglýsti fyrir kosningar? Var verið að meina brú yfir til Brussel svo nokkrir Samfylkingardindlar geti fengið þar vel borguð störf?
Svo er ég ansi hræddur um að þessar 60.000 krónur á ári eigi eftir að fara í 100.000 krónur á ári, þegar að heimsmarkaðsverð á olíu ríkur upp á næsta ári úr þessum 80 USD á tunnuna nú upp í 100-120 USD eða jafnvel í 145 USD eins og í júlí 2008.
Björgvin E. Lárusson (IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 08:48
Ég er bara svo reiður að ég get ekki skrifað neitt.
það væri hægt að lögsækja mig fyrir það sem mig langar að gera við þetta fólk svo það er best að ég haldi kjaftinum á mér saman...
Arnar Bergur Guðjónsson, 30.11.2009 kl. 09:56
Það er hlutverk ríkisins að arðræna almúgan og púkka undir aðalinn. Þeim hefur aldrei tekist betur upp heldur en á síðastliðnum árum. Þeir sem stija við kjötkatlana eru ekkert hættir að skara að sinni köku. Sjálftökuliðið hefur bara tvíeflst við hrunið. Lifið heil.
Snjalli Geir, 30.11.2009 kl. 11:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.