6.1.2010 | 07:39
Fúl á móti.
Það þýðir ekkert að fara í fýlu. Þó hrifning mín sé takmörkuð á núverandi ríkisstjórn þá vona ég að hún haldi ró sinni. Hrifningaróp íhalds og framsóknar boða ekkert gott. Málflutningur þessara yfirhrunflokka landsins hefur verið brjóstumkennanlegur í icesavemálinu. Ábyrgð íhaldsins að sjálfsögðu langmest þó það kenni öllum öðrum um. Ef staða þessa máls nú verður til þess að þessir orsakavaldar hrunsins komast aftur til valda eru okkur íslendingum allar bjargir bannaðar. Nú þurfum við öfluga PR starfsemi. Koma sannleikanum á framfæri og leiðrétta alla delluna sem nú tröllríður nánast öllum erlendum fjölmiðlum. Lofum forsetanum að fara til Indlands með farmiða bara aðra leiðina. Nú er meira áríðandi en nokkru sinni fyrr að hugsa yfirvegað og gera ekkert í fljótræði. Jafnframt þarf þó að vinna hratt og það er góðs viti að Alþingi hafi verið kallað til starfa á föstudaginn. Mörg okkar sem kusum ríkisstjórnarflokkana erum ekki ánægð með frammistöðu þeirra. En skammtímaminnið er ekki horfið. Spor íhalds og framsóknar hræða. Framtíðarlandið þarf að byggja upp án áhrifa þessara flokka. Nú væri hollt fyrir Steingrím J. Sigfússon að taka upp nánara samstarf við fyrrum fóstbróður sinn og samherja, Ögmund Jónasson. Þá myndu ýmis okkar verða fúsari til að fyrirgefa honum. Við getum endurreist Ísland. Við skulum gera það og láta það takast vel.
Mikil reiði í stjórnarliðinu vegna ákvörðunar og framkomu forseta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ráðuneyti bankamála heyrði undir samfylkinguna allann tímann sem icesave reikningarnir voru að safna skuldum á okkur íslendinga, Þannig að samfylkingin ber mikla ábyrgð.
Hreinn Sigurðsson, 6.1.2010 kl. 09:05
Mikið rétt. Ég hef oft áður hér í þessum pistlum bent á ábyrgð Björgvins og fleiri í Sf liða í hruninu.
Sigurður Sveinsson, 6.1.2010 kl. 11:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.