Engin takmörk?

Eru engin takmörk á dellunni sem getur oltið uppúr þessum þingmanni? Heldur hann við tökum meira mark á honum en þeim mikla fjölda af " svokölluðum sérfræðingum" sem hann er að gera svo lítið úr með þessum orðum sínum? Mér er svo sem sama um þetta blaður ef Steingrímur er að ná áttum. Hvernig væri nú að Steingrímur settist niður með fyrrum vopnabróður og samherja, Ögmundi Jónassyni, og ræddi icesave málið á vitrænum nótum og tæki þessa gatslitnu plötu plötu af fóninum? Hann yrði sannarlega maður að meiri og það er öllum hollt að losna við meinlokur á borð við þá að við eigum að una við lögin sem samþykkt voru milli jóla og nýárs vegna þess að þau séu það skásta í stöðunni. Það sáu það allir að Ásmundur Einar og Guðfríður Lilja voru með þumalskrúfurnar vel njörvaðar á sér. Þó ég sé nú lítt hrifinn af populistanum suður á Bessastöðum þá var augljóst að hann gat lítið annað gert en að neita að skrifa undir lögin. Stundum hefur fólk rangt fyrir sér. Það er engin skömm að geta skipt um skoðun. Steingrímur fengi mikið til baka af glötuðu trausti okkar margra sem kusum VG í síðustu kosningum ef hann staldraði við og hætti að tala um að allir sem eru honum ekki sammála í þessu máli séu bara að þvælast fyrir. Lítið eða ekkert af hræðsuáróðinum um að allt fari úrskeiðis ef lögin verða felld hefur ræst. Við breytum ekki fortíðinni. Hún verður þarna áfram. En við getum haft áfhrif á framtíðina. Steingrímur missir ekki andlitið við að staldra við og hugleiða hvort ekki sé nú rétt að skipta um kúrs. Heillastefnu fyrir okkur og komandi kynslóðir og  verða þannig til þess að okkur takist að standa í lappirnar í stað þess að láta undan ofbeldinu og viðja börnin okkar og barnabörn í skuldafjötra.  Mjög margt bendir til þess samkvæmt þjóðréttarreglum að okkur beri alls ekki að greiða þessa skuld. Og alls ekki á þann veg sem nýju lögin neyða okkur til.
mbl.is Björn Valur: Umræðan á villigötum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Helgason

Get ekki betur séð en að allir þessir sérfróðu menn séu kálvitar, einn segir þetta og hinn segir hitt,

Og hver þeirra er marktækur ég bara spyr ?????????????

Sigurður Helgason, 11.1.2010 kl. 08:25

2 Smámynd: Hrannar Baldursson

Skynsamlega ályktað.

Hrannar Baldursson, 11.1.2010 kl. 08:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband