Fláræði.

Þetta mál lyktar illa. Saga þess er ömurleg allt frá hruninu. Vondar voru gerðir Árna Matt og félaga hans í gömlu hrunstjórninni. Og ekki hefur betra tekið við. Steingrímur J. Sigfússon er stórhættulegur stjórnmálamaður. Ég treysti ekki einu einasta orði sem frá honum kemur. Það getur heldur enginn treyst manni sem svíkur loforð sín jafnharðan og hann gefur þau. Þjóðréttarlega berum við enga ábyrgð á þessum skuldum einkabanka sjálfstæðisflokksins þó Steingrímur vilji borga þær með vöxtum og vaxtavöxtum. Hollendingar og bretar greiddu innstæðueigendum á sína eigin ábyrgð og Steingrímur samþykkir gerðir þeirra. Ekkert er íslenskri þjóð nauðsynlegra nú en að losna við þennan mann úr stóli fjármálaráðherra. Hann virðist alls ekki vita hvað lýðræði er. Eða grasrót. Telur VG vera einkaeign sína sem hann geti beitt að eigin geðþótta. Hann lét sér vel líka þegar Jóhanna rak gamlan vopnabróður hans og félaga úr ríkisstjórninni. Tók m.a.s. undir lygarnar um verkkvíða Ögmundar Jónassonar. Það vita þó allir sem þekkja til Ögmundar að þar fer ekki verkkvíðin maður. Og við vitum það líka að Ögmundur er gegnheill og heiðarlegur og selur ekki sannfærinu sína fyrir baunadisk. Slíkir menn eiga að sjálfsögðu ekki uppá pallborðið hjá Steingrími J. Sigfússyni. Það er sannarlega ástæða til að vera á varðbergi nú. Fláræði má ekki verða til þess að nýja samninganefndin leiki gjörunninni stöðu niður í tap.
mbl.is Grunur um leynimakk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Björn Guðjónsson

Sigmundur er hrokafullur og heldur að hann geti ráðið öllu.Hann heldur að hann megi heyra samtöl Steingríms við aðra.Sigmundur er í röngu starfi.

Árni Björn Guðjónsson, 20.2.2010 kl. 08:38

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Nafni við þurfum þjóðstjórn óháða flokksræðinu, einkavinavæðingar og spillingar. Þetta er orðið nóg af svo góðu!

Sigurður Haraldsson, 20.2.2010 kl. 12:46

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Utanþingsstjórn til að vera óháð flokkstæðinu.

Sigurður Haraldsson, 20.2.2010 kl. 14:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband