25.3.2010 | 07:49
Vegagerð.
Það er ágætt ef taka á ávarðanir um raunhæfar úrbætur í vegamálum. Suðurlandsvegur frá Reykjavík austur á Selfoss er einn fjölfarnasti þjóðvegur landsins. Reynslan og tölfræðin sýna að langhættulegasti kaflinn er vegurinn á milli Hveragerðis og Selfoss. Þessvegna finnst mér mikilvægt að byrja á honum. Ég hef heyrt að skipulagsmál standi í veginum. Ef rétt er þurfum við að ryðja þeirri hindrun úr vegi strax. Þessi kafli er um 13 km að lengd. Þrykkjum þessari framkvæmd af stað í einum grænum og ljúkum henni á mettíma. Síðan höldum við áfram upp Kamba, yfir Hellisheiði og alla leið til höfuðborgarinnar. Fjárfesting sem skilar sér margföld til baka.
Tillögur um einkaframkvæmd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Af hverju í helv eigum við að þurfa að borga skatta og svo auka pening til einkafyrirtækja til að fá að aka á vegum landsins.
Hvalfjarðargöngin eru topp dæmi um hverslags skítverk einkavæðing vegagerðar er, það var logið í okkur að það yrði bara rukkað í gegnum göngin þar til aö lánin væru borguð upp. Nú er liðinn allnokkur tími þar til lánin voru borguð upp og við erum ennþá látin borga fyrir að aka í gegn.
Ef einhver heldur að það sé ódýrara að fá einkafyrirtæki. (sem stjórnast af því að hámarka gróða til að geta borga út arðgreiðslur) til að gera einhver verkefni fyrir ríkið heldur en að ríkið geri það sjálft, þá þarf hinn sami að láta athuga hausinn á sér.
Það eru líklegast eingöngu þeir sem hafa einhvern hag í því að svoleiðis fyrirkomulag sé ríkjandi sem halda uppi vörnum fyrir því.
Tómas Waagfjörð, 25.3.2010 kl. 11:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.